Forval í Reykjavík – Komið með

VG í Reykjavík kallar!

Kæri félagi

Nú hefjum við undirbúning borgarstjórnarkosninga  í Reykjavík en félagsfundur ákvað fimmtudaginn 18. jan. s.l. júní að fela fimm manna kjörnefnd að sjá um forval þar sem valið yrði í 5 efstu sæti listans með rafrænni kosningu. Forvalið fer fram 24. febrúar. Tillaga kjörnefndar verður lögð fyrir félagsfund til afgreiðslu í byrjun mars.

Í samræmi við reglur hreyfingarinnar um forval auglýsir kjörnefnd hér með eftir þeim sem áhuga hafa á að taka sæti á lista og kallar jafnframt eftir uppástungum um fólk á framboðslista.

Tekið er á móti pósti frá áhugasömum félögum og uppástungum um fólk á framboðslista í netfangið: hugmyndir@vgr.is en einnig er hægt að senda bréf til kjörnefndar VGR, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.

Hægt er að senda inn nöfn  fyrir 3. febrúar n.k.

Gera þarf að gera grein fyrir þeim sem stungið er uppá, t.d. með heimilisfangi, starfsheiti eða netfangi Hver félagi getur stungið upp á eins mörgum nöfnum og vilji er til og sent inn hugmyndir oftar en einu sinni fyrir tilskilinn tíma. Hvert nafn verður aðeins skráð einu sinni á blöð kjörstjórnar þannig að tilgangurinn er ekki að safna saman mörgum uppástungum um sama nafnið.

Stjórn félagsins vill einnig nota tækifærið til að minna félagsmenn á að greiða félagsgjöldin sem fyrst og bregðast vel við þegar hreyfingin kallar eftir sjálfboðaliðum og framlögum í kosningasjóð.  Í aðdraganda kosninga er mikilvægt að fjárhagur félagsins sé sterkur og að við stöndum saman að því að vinna stefnumálum Vinstri grænna brautargengi. Margar hendur vinna létt verk og eru öll framlög vel þegin.

Einnig óskar stjórnin eftir upplýsingum um breytt heimilisfang, símanúmer og ekki síst netfang því réttar upplýsingar eru nauðsynlegar til að samskiptin milli stjórnar félagsins og félagsmanna verði eins og best verður á kosið. Jafnframt eru þeir félagar sem ekki hafa skráð netfang sitt í félagaskrá VGR, en vilja fá póst frá félaginu, hvattir til þess að ská netfang sitt á heimasíðu VG.is. Það er sérstaklega mikilvægt á kosningaári að stjórn félagsins nái örugglega til sem flestra félagsmanna.

Baráttukveðjur, X-V í vor!

Steinar Harðarson, formaður VGR Elías Jón Guðjónsson, formaður kjörnefnd