Umhverfisráðherra skoðar tillögur um friðlýsingar

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is- og auðlindaráðherra seg­ir að til­lög­ur Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands um friðlýs­ingu Dranga­jök­uls­svæðis­ins séu byggðar á nýj­um rann­sókn­um, nýrri en þeim sem sú ákvörðun að setja Hvalár­virkj­un í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar byggði á. Ákvörðun um hvort farið verði að til­lög­un­um og svæðið friðlýst með ein­hverj­um hætti ætti að byggja á nýj­ustu upp­lýs­ing­um. Ramm­a­áætl­un sé ekki meitluð í stein held­ur eigi að end­ur­skoða hana reglu­lega. Hann seg­ist ekki getað svarað því á þess­um tíma­punkti hvort hann muni mæla með friðlýs­ingu svæðis­ins. Til­lög­urn­ar séu nú komn­ar í ferli og taka þurfi til­lit til ým­issa þátta í þeirri vinnu.

Nátt­úru­fræðistofn­un hef­ur lagt til að Dranga­jök­ull á Vest­fjörðum og ná­grenni hans verði friðlýst m.a. vegna ein­stakra jarðminja sem eru til­komn­ar vegna land­mót­un­ar jökla. Áhrifa­svæði Hvalár­virkj­un­ar, sem Vest­ur­verk hyggst reisa á Ófeigs­fjarðar­heiði, yrði inn­an þessa svæðis og myndi friðlýs­ing því hafa áhrif á þær virkj­ana­hug­mynd­ir. Stofn­un­inni ber sam­kvæmt nýj­um nátt­úru­vernd­ar­lög­um að leggja fram til­lög­ur að friðlýs­ing­um.

Eft­ir að til­lög­urn­ar hafa verið send­ar ráðherra tek­ur Um­hverf­is­stofn­un við þeim og met­ur til hvaða vernd­ar­ráðstaf­ana sé nauðsyn­legt að grípa á hverju svæði en í til­lög­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar er fjallað um mörg svæði um allt land, m.a. svæði sem þegar njóta ákveðinn­ar vernd­un­ar.

Málið fer svo í kynn­ingu og að henni lok­inni vinn­ur Um­hverf­is­stofn­un um­sögn og send­ir hana til ráðherra. Ráðherra fer þá yfir þær niður­stöður ásamt sér­stakri ráðgjafa­nefnd. Að þeirri vinnu lok­inni er lögð þings­álykt­un­ar­til­laga fyr­ir þingið um þau svæði sem lagt er til að verði friðlýst.

Ýmsar leiðir til friðlýs­ing­ar

Friðlýs­ing hvers svæðis get­ur svo verið með ýms­um hætti. Í nátt­úru­vernd­ar­lög­um er nú kveðið á um mis­mun­andi leiðir í þeim efn­um. „Í sum­um til­vik­um er hægt að friðlýsa með stofn­un þjóðgarðs, öðrum með friðlandi, nátt­úru­vætti eða með friðun búsvæðis og mis­mun­andi regl­ur gilda um mis­mun­andi vernd­ar­flokka,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Trausti Bald­urs­son, sem fór fyr­ir vinnu við til­lög­ur Nátt­úru­fræðistofn­un­ar, sagði í sam­tali við mbl.is í dag að hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar væri að rann­saka og kort­leggja nátt­úruf­ar og koma með til­lög­ur að friðlýs­ing­um, óháð hags­mun­um annarra.

Guðmund­ur Ingi seg­ir að til­lög­urn­ar byggi á fag­legu mati stofn­un­ar­inn­ar um hvað eigi að taka frá vegna al­manna­hags­muna og til að vernda fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. Í þeim sé meðal ann­ars lögð til vernd­un jarðfræðim­inja sem þykja ein­stök á lands- eða heimsvísu.  „Nú eru þess­ar til­lög­ur komn­ar til mín og ég þarf að skoða ásamt sér­fræðing­um hvað skuli fara inn á [Nátt­úru­m­inja­skrá]. Til dæm­is eru svæði í til­lög­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar sem þegar eru friðlýst og horfa þarf til þess sem kem­ur út úr kynn­ing­ar­ferli til­lagn­anna en einnig þess hvort það sé eitt­hvað annað sem geti haft áhrif þar á. En ég lít fyrst og fremst á það sem skyldu mína sem fagráðherra að líta til þess að þarna er byggt á fag­legri vinnu stofn­un­ar­inn­ar og að mér beri að vinna þess­ar til­lög­ur áfram.“

Nýtt vís­inda­legt mat

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir iðnaðarráðherra sagði há­deg­is­frétt­um RÚV í dag að krafa um friðlýs­ingu svæða við Dranga­jök­ul, sem myndi koma í veg fyr­ir Hvalár­virkj­un, myndi koll­varpa rammáætl­un­ar­ferl­inu og hún sé á skjön við það ferli sem lög­gjaf­inn hafi sett mála­flokk­inn í.

„Það er al­veg ljóst að Hvalár­virkj­un er í nýt­ing­ar­flokki,“ seg­ir um­hverf­is- og auðlindaráðherra spurður út í þessi um­mæli. „Það var samþykkt í öðrum áfanga ramm­a­áætl­un­ar á Alþingi árið 2013, byggt á skýrslu frá 2011 sem aft­ur byggði á niður­stöðum og rann­sókn­um sem áttu sér stað fyr­ir þann tíma. Ef við skoðum þær heim­ild­ir sem liggja að baki til­lög­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar kem­ur í ljós að þær eru nær all­ar úr ritrýnd­um vís­inda­tíma­rit­um og birt­ar á ár­un­um 2014-16. Þannig að ég get ekki bet­ur séð en að Nátt­úru­fræðistofn­un sé að byggja á gögn­um og rann­sókn­um sem eru birt­ar eft­ir að ramm­a­áætl­un­in var samþykkt. Það má þá kannski segja að þarna sé komið fram nýtt vís­inda­legt mat. Það ber þó að hafa í huga að stofn­un­in er ekki að meta þetta út frá ramm­a­áætl­un held­ur út frá því sem hún tel­ur að eigi að vernda sem sér­stak­ar og ein­stak­ar jarðmynd­an­ir á lands- og heimsvísu.“

Hann bend­ir á að ramm­a­áætl­un geti tekið breyt­ing­um og eigi að koma til skoðunar á fjög­urra ára fresti, þó að á því hafi staðið síðustu ár.

Frétti morgunblaðsins um tillögurnar