Search
Close this search box.

Neytendamál

Landsfundur 2017.

Markaðshagkerfið er neysludrifið. Hegðun neytandans á markaðstorginu er því mikilvæg, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Ábyrgur neytandi hugar að afleiðingum neyslu sinnar og leitast við að samræma hana sjónarmiðum um umhverfis- og náttúruvernd, sjálfbærni, dýravelferð, heiðarleika og gott siðferði í viðskiptum og sanngjörn skilyrði launafólks og annarra sem annast framleiðslu, dreifingu og sölu á vöru og þjónustu. Neytendur þurfa margþættar upplýsingar og vitneskju til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um neytendamál í eigin þágu og samfélagsins og mikilvægt er að þeir geti leitað réttar síns í stóru og smáu ef þeir telja á sér brotið.

Neytendamál snúast um hagsmuni heildarinnar.

Öll erum við neytendur og til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir þurfa upplýsingar að vera góðar og aðgengilegar.

Það er markmið stefnu VG að neytendur kjósi ávallt að taka mið af sjálfbærni og tillit til umhverfis og að hegðunarmynstur neytenda sé í samræmi við hagsmuni heildarinnar. Neytendastefnan á að vera umhverfis- og samfélagsvæn og efnahagslega sjálfbær.

Hafa ber í huga að fákeppni er meðal einkenna íslensks neytendamarkaðar og almennt þykir ljóst að samþjöppun markaðshlutdeildar er meiri hér á landi en í nálægum Evrópulöndum.

Lagasetning um neytendamál hér á landi hefur á síðustu árum einkennst af innleiðingu neytendalöggjafar að evrópskri fyrirmynd með EES-samninginn að bakhjarli. Þó skortir enn verulega á að stuðningur hins opinbera við neytendur og neytendavernd geti talist nægilega öflug og brýn þörf er fyrir heildstæða löggjöf á sviði neytendamála.

Slík löggjöf er nauðsynleg til að innleiða sjálfbærnimarkmið í neytendarétt og gera kröfu um að merkingar gefi réttar upplýsingar um siðlega framleiðslu- og viðskiptahætti, sjálfbærni og visthæfi. Löggjöf um neytendamál þarf að styrkja og vernda rétt neytenda gegn sölu á gallaðri vöru, vörusvikum og öðrum vanefndum á markaði, tryggja skjótfarnar og skilvirkar leiðir til að greiða fram úr ágreiningi og koma því til leiðar að niðurstaða í deilumálum neytenda og söluaðila verði virt.

Ýmis konar eftirlit fer fram á mörgum sviðum samfélagsins og vottanir samkvæmt því eiga að tryggja að farið hafi verið að reglum og skilyrðum fulln

leigumarkaði.

ndur anlega uppl´iðskiptum. Fasteignakaup eru yfirleitt stærstægt. Almenningur á rétt á því að mark sé takandi á vottun af slíku tagi.

Full ástæða er til að stjórnvöld taki eftirlitshlutverk sitt alvarlega og sinni því af einurð.

Brýnt er að bæta söfnun og birtingu ýmissa upplýsinga sem koma neytendum að góðum notum. Sem dæmi má nefna þróun verðlags á smávörumarkaði, verðþróun á fasteignamarkaði, lánakjör og ýmislegt sem lýtur að fasteigna- og bankaviðskiptum. Fasteignakaup eru yfirleitt stærsta fjárhagslega viðfangsefni launafólks sem á mikið undir því að fá áreiðanlega upplýsingar og ráðleggingar á því sviði. Sama getur átt við um leigjendur á leigumarkaði.

Frjáls félagasamtök geta gegnt mikilvægu hlutverki á vettvangi neytendamála, einkum upplýsingaöflun um verðlag og verðlagsþróun og félagasamtök á borð við Neytendasamtökin og samtök launafólks geta liðsinnt félagsmönnum með ýmsu móti við að ná rétti sínum. Sjálfsagt er að hvetja neytendur til aðildar að neytendafélögum og samtökum og styðja við þau, ásamt því að efla samstarf frjálsra félagasamtaka og opinberra aðila á sviði neytendamála.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill stefna að því að

  • sett verði heildarlöggjöf um neytendamál
  • upplýsingagjöf um vörur og þjónustu verði aukin til að stuðla að auknu gagnsæi og rekjanleika vörunnar
  • neytendavernd verði aukin, einkum á fjármála-, fasteigna- og leigumarkaði
  • Ísland taki þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði neytendamála

Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill leggja áherslu á að:

  • auka þekkingu neytenda á öllum aldri um áhrif neyslu á umhverfið – jafnt vistkerfi sem samfélag
  • hvatt skuli til siðrænnar neyslu sem eflir vistkerfið og samfélagið,
  • stuðlað verði að endurnýtingu á þeim sviðum þar sem það er í samræmi við þarfir vistkerfis og samfélags
  • ríkisvaldið setji markmið um síminnkandi notkun eiturefna og óhollra efna og standi að aðgerðum í samvinnu við sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins sem stuðli að eiturefnalausu samfélagi
  • að þarfir barna verði hafðar að leiðarljósi í neytendamálum sem koma þeim við, ekki síst þeim er varða heilsu, útlit og ímyndarsköpun

Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill að

  • reglur, sem settar eru um sölu vöru og þjónustu, gildi jafnt um alla vöru og alla þjónustu. Mismunun á ekki að líðast
  • samkeppnisskilyrði fyrir fyrirtæki séu jöfn og að bann verði sett á óheiðarlega viðskiptahætti
  • stjórnvöld stuðli að ódýrum, fljótlegum og auðveldum leiðum fyrir neytendur að leita réttar síns
  • neytendur búi að fjölbreyttum lausnum, ekki síst á húsnæðismarkaði, þar sem stórauka þarf hagkvæma valkosti varðandi leiguhúsnæði
  • sérstaklega skuli hugað að neytendamálum með hliðsjón af félagslegum og efnahagslegum aðstæðum og breytingum á þeim hverju sinni
  • neytendastefna stjórnvalda taki mið af umhverfisbreytingum og nýrri þekkingu vísindanna
  • markaðseftirlit sé skilvirkt sem og samstarf aðila á markaði, en hvort tveggja á að draga úr áhættu sem varðar heilsu og öryggi fólks
  • réttindi neytenda skuli tryggð, m.a. með eftirliti með birtingu auglýsinga, sem ávallt skulu innihalda réttar og skýrar upplýsingar til neytenda um þá vöru eða þjónustu sem auglýst er
  • litið sé á ferðir og ferðalög sem neytendamál og að lágmarksréttindi farþega verði ávallt tryggð þegar upp koma ágreiningsmál
  • almenningur, sem og fyrirtæki, eigi gott aðgengi að upplýsingum, ráðgjöf og stuðningi við neytendamál
  • berskjaldaðri hópar neytenda, s.s. börn, aldraðir og öryrkjar, njóti betri verndar gegn misnotkun markaðsafla
  • að neytendur búi að aðstoð við að taka ákvarðanir sem byggir á skýrum, réttum og samræmdum upplýsingum, bæði hvað varðar daglega neyslu, eins og matvöru og stærri neytendamál eins og húsnæðismál.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search