Search
Close this search box.

Aðgerðaráætlun VG gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi samþykkt á flokksráðsfundi

Deildu 

Fagráð gegn kynbundnu ofbeldi og einelti innan VG skipa : Guðrún Ágústsdóttir og Anna Friðriksdóttir.

Aðgerðaráætlun VG gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Formáli 1

Stefna. 2

Forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir. 2

Skilgreiningar. 2

Viðbrögð. 4

Formáli

Á flokksráðsfundi VG í Kópavogi 2018 var samþykkt að endurskoða fyrri aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi sem gerð var 2012. Jafnréttishópi var falið það verkefni og er skjal þetta afrakstur þeirrar endurskoðunar.

Við endurskoðunina voru sambærilegar áætlanir hafðar til hliðsjónar til dæmis  hjá ríki, sveitarfélögum, frjálsum félagasamtökum, vinnueftirlitinu ásamt ráðgjöf fagfólks. 

Skilgreiningar í skjalinu eru í samræmi við skilgreiningar hugtaka í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Stefna

Vinstrihreyfingin – grænt framboð grundvallast á gildum kvenfrelsis (sjá Kvenfrelsisstefnu VG) og einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku fólks. Liður í þessu er að fyrirbyggja og líða aldrei einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi. 

Forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir

Fólk sem gegnir trúnaðarstörfum ber að sýna gott fordæmi og stuðla að tillitsemi, virðingu og umburðarlyndi.

Félagar í VG skulu ekki sýna af sér ótilhlýðilega háttsemi (s.s. einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni eða ofbeldi) og í sameiningu vera vakandi fyrir allri slíkri háttsemi, fyrirbyggja hana og bregðast við ef slíkt kemur upp. Stjórn VG og formenn svæðisfélaga skulu tryggja að almennir félagsmenn séu reglulega upplýstir um Aðgerðaráætlun VG gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Skilgreiningar

Einelti síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðgra, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.

Kynbundin áreitni er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáningar þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Dæmi um birtingamyndir eineltis:

• Starf, hæfni og verk þolandans eru lítilsvirt. 

• Ástæðulaust dregið úr ábyrgð eða verkefnum. 

• Nauðsynlegum upplýsingum haldið frá viðkomandi. 

• Særandi athugasemdir. 

• Rógur eða útilokun frá félagslegum samskiptum. 

• Árásir eða gagnrýni á einkalíf.

• Skammir eða lítilsvirðandi framkoma

• Líkamlegar árásir eða hótanir um slíkt. 

• Þöggun

• Hunsun

Dæmi um birtingamyndir kynbundinnar áreitni og ofbeldis: 

• Óviðeigandi talsmáti, dónalegir brandarar eða kynferðislegar athugasemdir.

• Niðurlæging  t.d. vegna aldurs, kynferðis, þjóðernis eða kynhneigðar. 

• Óviðeigandi snerting eða spurningar um kynferðisleg málefni. 

• Óvelkomin beiðni um kynferðislegt samband eða samskipti.

• Óvelkomin samskipti á samfélagsmiðlum.

• Hótun um nauðgun.

• Nauðgun.

Viðbrögð

Fagráð

Fagráð tekur við umkvörtunum um ótilhlýðilega háttsemi félaga í VG. Fagráð setur kvartanir í formlegan, farveg og veitir viðeigandi stuðning við úrvinnslu mála í samráði við málshefjanda. Fagráð hefur heimild til að leita sér fræðslu og faglegrar ráðgjafar við úrvinnslu mála á hvaða stigi sem er og skal VG fjármagna hana. Fagráð er bundið trúnaði gagnvart málsaðilum.

Stjórn skipar þrjá félagsmenn í fagráð til tveggja ára á fyrsta stjórnarfundi eftir landsfund eða flokksráðsfund, stjórnarmenn VG og starfsfólk VG skulu ekki sitja í fagráði. 

Fagráð skal sækja sér fræðslu og setja sér frekari verklagsreglur og skipta með sér verkum í upphafi starfstímabils.

Upplýsingar um fulltrúa í fagráði og leiðir til samskipta við þau skulu vera aðgengilegar með auðsýnilegum hætti á vefsíðu VG.

Erindi til fagráðs

Erindi má koma á framfæri við fagráð VG með hverjum þeim hætti sem málshefjandi kýs. 

Verklag fagráðs

  1. Fagráð skal kallað saman innan 7 daga frá móttöku erindis.
    1. Leiki grunur á að um refsivert athæfi sé um að ræða er málshefjanda leiðbeint um kæru til lögreglu, þá skal lið 3 sleppt þar til lögð hefur verið fram kæra.//Fagráð skal halda að sér höndum uns skýrslutökum er lokið.
    1. Ákveði málshefjandi að kæra ekki til lögreglu en óskar eftir umfjöllun fagráðs skal það gert án tafar.
  2. Fagráð kallað saman með málshefjanda.
  3. Fagráð fundar með meintum geranda.
  4. Fagráð tekur ákvörðun um farveg erindis að teknu tilliti til málshefjanda.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search