Fylgstu með okkur
Skráðu þig á póstlista eða fylgdu okkur á samfélagsmiðlum
Þóra Elfa Björnsson
Bryndís Helgadóttir
Ragnheiður Jónsdóttir
Sigurður Ingi Georgsson
Svanhildur Kaaber
Þuríður Backman
Á haustdögum 2005 var ákveðið í samráði við formann VG; Steingrím J. Sigfússon, að gera tilraun til að mynda hóp eldri borgara sem væru félagar eða stuðningsmenn VG. Varð að ráði að eftirtaldir félagar tækju að sér að skipuleggja fyrsta fundinn. Guðrún Hallgrímsdóttir, Gunnar Guttormsson, Jónsteinn Haraldsson, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Sveinn Jóhannsson og Sjöfn Ingólfsdóttir.
Hópurinn ákvað fyrsta fundinn 7. desember 2005. Var hann haldinn í húsakynnum eldri borgara að Stangarhyl 4. Fundurinn tókst vel enda var fyrsta dagskrárefnið gönguferð formannsins frá Reykjanestá að Langanestá.
Fundarsókn var yfir sjötíu manns og var það framar öllum vonum. Nefndin ákvað því að skipa sjálfa sig til áframhaldandi starfa.
Á fyrsta vinnufundi hennar var ákveðið að halda mánaðarlega fundi til borgarstjórnarkosninga, alls fjóra og sjá svo til. Þá ákvað nefndin að skipuleggja fundadagskrár að mestu sem upprifjun á menningarstarfi innan eða í samvinnu við verkalýðshreyfinguna. Sem dæmi má nefna frásögn Guðrúnar Hallgrímsdóttur af stofnun og starfi Karlakórs verkamanna og flutning Sóleyjarkvæðis Jóhannesar úr Kötlum o.fl.. Að sjálfsögðu var líka léttara efni á dagskrá eins og t.d. erindi Þórs Vigfússonar sem hann nefndi „Er geitastofninn í hættu“, gömul og ný baráttumál.
Tónlist var auðvitað alltaf með í spilinu að ógleymdu kaffi, kleinum og spjalli fundargesta, sem skotið var inn í dagskrána þar sem það átti við.
Skráðu þig á póstlista eða fylgdu okkur á samfélagsmiðlum
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Túngötu 14
101 Reykjavík
vg@vg.is
KT: 421298-2709
Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.