PO
EN
Search
Close this search box.

Ung vinstri græn

FORMAÐUR: 
Jósúa Gabríel Davíðsson
josua@vinstri.is

Um UVG

Ung vinstri græn er ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var stofnuð árið 2000. Ung vinstri græn taka sjálfstæða afstöðu og eru ekki bundin því að vera sammála móðurhreyfingunni í einu og öllu. Markmið UVG er að búa til vettvang fyrir ungt fólk til að koma sínum sjónarmiðum og skoðunum á framfæri og veita móðurhreyfingunni aðhald. Félagar hafa val um að vera eingöngu skráð í Ung vinstri græn eða í móðurhreyfinguna VG einnig.

Ung vinstri græn hafa sín eigin lög og sína eigin stefnuyfirlýsingu. Þar er lögð fram sú grunnhugmyndafræði sem hreyfingin starfar eftir. Hugmyndafræði Ungra Vinstri grænna byggir á félagshyggju, umhverfisvernd, kvenfelsisstefnu og friðarhyggju og er aðild að hreyfingunni opin öllum á aldrinum 16-35 ára.

Stefnuyfirlýsingunni verður einungis breytt með lýðræðislegum hætti á landsfundum þar sem allir löglegir félagar í Ungum vinstri grænum hafa atkvæðisrétt. Á landsfundum eru einnig samþykkar ályktanir um sértækari málefni og kallast þær landsfundarályktanir.

Á landsfundum hreyfingarinnar sem haldnir eru árlega geta allir félagar haft áhrif á stefnu hreyfingarinnar með því að leggja tillögur sínar fram á lýðræðislegan hátt til umræðu og atkvæðagreiðslu.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search