Search
Close this search box.

Persónuverndar­stefna
Vinstri grænna

Persónuvernd VG

Vinstrihreyfingin – grænt framboð er umhugað um persónuvernd og réttindi félaga varðandi meðferð og skráningu persónuupplýsinga. Þannig leggur VG ríka áherslu á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum og gegnsæjum hætti og að ekki sé gengið lengra í söfnun persónuupplýsinga en nauðsynleg þörf krefur hverju sinni vegna starfsemi hreyfingarinnar.

Upplýsingagjöf til félaga og persónuupplýsingar í félagatali

VG er afar umhugað um að upplýsa félaga um málefni og fundi hreyfingarinnar og það sem er að gerast á vettvangi hreyfingarinnar á hverjum tíma. Í þeim tilgangi stendur flokkurinn fyrir víðtækri upplýsingamiðlun til félaga sinna, m.a. í gegn um netfangapóstlista.

Við skráningu í hreyfinguna er einungis safnað þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar til þess að skrá félaga í félagatalið, þ.e. nafn, heimilisfang og kennitölu, auk þess sem boðið er upp á að skrá símanúmer og netfang félaga í þeim tilgangi að hreyfingin geti miðlað mikilvægum upplýsingum vegna funda og starfsemi hreyfingarinnar.

Aðgangur að persónuupplýsingum

Félagsmenn geta óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sem veittar hafa verið hreyfingarinnar eða VG hefur aflað sér. Beiðni um aðgang að upplýsingum er hægt að koma í farveg með því að koma á skrifstofu flokkins að Túngötu 14, 101 Reykjavík og fylla út þar til gert eyðublað. Nauðsynlegt er að hafa persónuskilríki meðferðis. Þegar beiðnin hefur borist mun móttaka hennar verða staðfest og upplýsingar gefnar um næstu skref. Að jafnaði berst svar innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.

Félagatal

Félagatal er vistað hjá skrifstofu og hafa einungis starfsmenn (framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri) aðgang að því. Félagatalið er samkeyrt við heimilisfangaskrá Þjóðskrár einu sinni á mánuði. VG ábyrgist að gæta upplýsinga um félaga sína vandlega og fara með þær sem trúnaðarupplýsingar, líkt og lög félagsins kveða á um VG afhendir ekki samskiptaupplýsingar félaga til þriðja aðila og notar sjálft upplýsingarnar aðeins til nauðsynlegra samskipta við félaga. Formenn/gjaldkerar svæðisfélaga hafa aðgang að félagatali á sínu svæði. Frambjóðendur í forvali geta fengið útprentað félagatal með nöfnum, heimilisfangi og símanúmerum. Það er afhent við undirritun drengskaparheits, og er skilað að forvali loknu aftur á skrifstofu og því eytt.

Tölvupóstlisti

Félagar sjálfir ákveða hvort þeir vilji fara á tölvupóstlista félagsins, en það er sérlisti ótengdur félagatalinu sjálfu. Á póstlista VG eru þeir sem hafa skráð sig á listann og eru nöfn ykkar og netföng geymd í skrá sem alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki heldur utan um. Fyrirtækið heitir MailChimp og sér um póstsendingar fyrir ófá íslensk fyrirtæki og er mjög stórt á alþjóðavísu. Þar hafa menn unnið hart að því að því að standa vörð um allar upplýsingar. Póstlistann notum við einungis til þess að senda upplýsingar til okkar félaga.

Í póstsendingum er alltaf hlekkur neðst þar sem hægt er að afskrá sig og þannig verður það áfram.

Þannig að ef þú vilt ekki lengur fá fréttabréfin þá einfaldlega afskráir þú þig hér:

Verklagsreglur um vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum

Unnar hafa verið ítarlegar verklagsreglur varðandi vinnslu á persónuupplýsingum á samfélagsmiðlum í tengslum við almennar kosningar sem má nálgast hér:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search