PO
EN

Matvæli, sjálfbærni og kolefnishlutleysi

Deildu 

Fyrir nokkrum ára­tug­um, jafn­vel aðeins nokkrum árum, fór lítið fyrir hug­myndum um mat­væla­stefnu sam­fé­lags á borð við það íslenska. Hvað hefur breyst? Svarið liggur eins og stundum áður í kross­götum mann­kyns. Heims­myndin er breytt og umhverf­is­að­stæður sömu­leið­is. Aukin sam­skipti sam­fé­laga, mikil við­skipti milli landa, efi um holl­ustu mat­væla og lofts­lags­breyt­ingar eru meðal þess aug­ljósa. Sú stefna mark­aðs­sam­fé­lags­ins að við­skipti séu ein­göngu hag­ræn og eigi sjálf­krafa að vera sem mest eru dregin í efa. Við mynd­ina bæt­ist mis­jafnt vist­spor mat­vöru, aukin lyfja­notkun í mat­væla­fram­leiðslu, fyr­ir­hyggju­laus verk­smiðju­fram­leiðsla og jafn­vel rányrkja. Grænum gildum er haldið fram og kröfur um mat­væla­ör­yggi verða háværar þegar lofts­lags­váin eykst og sam­keppni stór­velda um áhrifa­svæði harðn­ar. Eyjan Ísland fer ekki var­hluta af þess­ari þró­un. Kröfur koma fram um breytta stefnu í mat­væla­fram­leiðslu og inn­flutn­ingi. Hug­takið mat­væla­ör­yggi er á margra vör­um.

Fram­leiðsla og dreif­ing inn­an­lands

Við getum fram­leitt mikið af grunn­mat­vöru (fisk­meti, kjöt­vöru, mjólk­ur­vöru og græn­met­i). Einnig tölu­vert af mat sem hefur lengi verið dæmi­gerð inn­flutn­ings­vara; sum­part með nýt­ingu jarð­varma. Hlýnun lofts­lags bætir rækt­un­ar­skil­yrði, t.d. í korn- og græn­met­is­rækt­un. Fram­leiðsla mat­væla er nú að sumu leyti hér­aðs­bundin og verður það ávallt. Engu að síður er mik­il­vægt að minnka þá bind­ingu og tryggja að fjöl­breytt mat­væli verði fram­leidd í öllum lands­fjórð­ung­um. Þar koma ekki aðeins við sögu lofts­lags­breyt­ingar heldur einnig hættan á að öflug eld­gos, eða önnur vá, geti tíma­bundið hamlað fæðu­öflun eða dreif­ingu mat­væla. Sam­hliða skyn­sam­legu skipu­lagi mat­væla­fram­leiðslu er afmiðjun hennar mik­il­væg. Fleira kemur nefni­lega til en fjár­hags­leg hag­ræð­ing þegar horft er til vinnslu, fram­leiðslu og dreif­ingu mat­væla.  Slát­ur­hús, fisk­veið­ar, afurða­stöðv­ar, verslun og stöðvar með end­ur­nýt­ingu líf­rænna leifa verða að taka mið af vistspori mat­vöru, kominni til neyt­and­ans. Af þeim sökum þarf, að hluta til, að vinda ofan af sam­þjöppun í öllum þessum grein­um. Fjölga og dreifa fyr­ir­tækj­un­um. Gera á fólki kleift að kaupa mat­vöru eftir vigt og í vist­vænum umbúð­um. Kaupa mat­vöru með lágu kolefn­is- og vistspori og sem allra fersk­ust. Sam­tímis minnkar mat­ar­sóun og dýra­vernd er betur tryggð. Það minnir aftur á að efla ber sjó­flutn­inga þar sem við á.

Upp­runa­merk­ing og fjöl­breytni

Sú afmiðjun mat­væla­fram­leiðslu og vöru­dreif­ingu sem ýtir undir sjálf­bærni og vist­hæfni hefur á sér aðrar hlið­ar. Aukin umverf­is­vit­und neyt­enda leiðir til meiri áhuga á því að vita hvaðan mat­vara kemur og við hvaða aðstæður hún er fram­leidd. Áhugi fólks á að kaupa mat­vöru beint af fram­leið­anda hefur líka auk­ist. Með fleiri ferða­mönn­um, sem hafa reynslu af stað­bundnum mat­vörum, vex áhug­inn á upp­runa mat­vara. Í upp­runa­merk­ingu felst líka hvati til fram­leið­enda um að stunda nýsköpun í sínum geir­um. Alkunna er að stað­bund­in, jafn­vel sér­hæfð, mat­væla­fram­leiðsla gerir að verkum að neyt­endur horfa til sér­kenna svæða og vinnslu­að­ferða. Það hvetur til að neyta mat­ar, t.d. vegna bragðs og gæða, og leita uppi fjöl­breytni í lands­hluta eða á milli lands­hluta. Ávinn­ingur alls þessa er meiri en ein­tóm fjár­hags­leg hag­ræð­ing eða stöðug sam­þjöppun skilar neyt­endum og sam­fé­lag­inu.

Inn­flutn­ingur mat­væla – vist­spor

Sjálf­bærni mat­væla­öfl­unar á Íslandi miðar nú (og mun miðast) við ein­stakar greinar en ekki mat­væla­geir­ann í heild. Lega lands­ins er mjög fjöl­breyttri mat­væla­fram­leiðslu of erf­ið. Í öllum til­vikum verða þrír þættir sjálf­bærni að vera upp­fyllt­ir; sá sem snýr að nátt­úru, sá sam­fé­lags­legi og efna­hags­þátt­ur­inn. Ákveða verður hvort við­mið sjálf­bærni skuli taka til heild­ar­ferlis vöru frá upp­runa til neyt­and­ans eða aðeins til ólíkra þátta ferl­is­ins, hvers fyrir sig. Jafn­vel til þess hvort lífs­ferl­is­grein­ing (LCA) eigi við. Hún greinir allt ferli vör­unar frá rækt­un/fram­leiðslu til eyð­ingar þess sem eftir verður og gerir okkur kleift að meta vistspor­in. Ljóst er að sjálf­bært og kolefn­is­hlut­laust Ísland mun styðj­ast við inn­flutn­ing mat­væla í veru­legu magni. Rétt er að hafna því að fjár­hags­leg hag­kvæmni sé mik­il­væg­asta mæli­stikan á hvað skuli flutt inn og hvern­ig, og hvað ekki. Fyrsta mæli­stika á ein­fald­lega að vera vist­spor vöru. Það leið­beinir um hvar skyn­sam­leg­ast sé að leita henn­ar; heima fyrir eða erlend­is.  Auk þess er sjálf­sagt að gæta að árs­tíðum og haga snjöllum inn­flutn­ingi eftir þeim. Með því má lág­marka langar flutn­ings­leiðir með mat­væli af suð­ur­hveli jarðar og mið­baugs­svæð­um. Sann­ar­lega er verð til neyt­and­ans mik­il­vægt í reikni­dæm­inu. Í því skyni verðum við að sam­þætta verð og vist­spor og við­ur­kenna að verð­lag skuli taka mið af við­brögðum við lofts­lags­vá, ekki bara inn­flutn­ings­verð­inu. Um leið ber að tryggja holl mæt­væli og sem hrein­ust. Ein­faldar lausnir í mat­væla­stefnu á borð við inn­flutn­ing mat­vöru vegna lágs verðs ein­göngu, eða ofurá­hersla á sam­keppni, geta hvorki tryggt okkur vist­vænar vörur né holl­ustu. Sú úrelta mark­aðs­hag­fræði stenst ekki hækk­andi hita­stig um alla jörð.

Holl­usta

Af hverju horfa æ fleiri til holl­ustu þess sem þeir leggja sér til munns? Ein ástæðan er aukin vit­neskja um áhrif fæðu á heilsu­far manna. Önnur er vax­andi óþol fólks gagn­vart stór­bú­skap með eins konar verk­smiðju­yf­ir­bragði  sem nýtir lyf og plöntu­varn­ar­efni í miklum mæli. Enn önnur ástæða er frá­hvarf í ýmis konar ræktun frá gróð­ur­mold (önnur efni notuð í stað­inn) og frá hollri fóðri dýra í ræktun eða eðli­legum aðbún­aði þeirra. Nú orðið hafa æ fleiri neyt­endur áhuga á ferskum mat­vælum í stað vöru sem er fryst, íblönduð eða for­eld­uð, hvað þá geymd í málm­dósum eða plast­um­búð­um. Sum efni í plasti sýna sig að vera skað­leg. Við­horfin ýta undir inn­lenda fram­leiðslu og gæða­kröfur til inn­fluttra mat­væla. Hér á landi er lyfja­notkun í lág­marki og hrein­leiki mik­ill vegna prýði­legs vatns og jarð­vegs, að mestu án meng­un­ar. Íslensk hús­dýr eru við góða heilsu jafnt yfir. Ástandið er breyti­legt eftir við­skipta­löndum okkar en tvær stað­reyndir þó ljós­ar: Sýklar og veirur eru mun algeng­ari í mat­vælum í all­mörgum við­skipta­land­anna en hér og lyfja­notk­un, einkum sýkla­lyfja, algeng. Plöntu­vernd­ar­vörur eru nýttar á Íslandi en í minna mæli en í við­skipta­lönd­un­um, og nán­ast ekk­ert í ylrækt­inni. Þetta kann þó að breyt­ast með hlýnun lofts­lags­ins og aðkomu fleiri skað­legra líf­vera en áður.

Allt er vænt sem vel er grænt – og meira til

Flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að land­ræktun dýra til mat­ar, t.d. jórt­ur­dýra, hefur nú þegar valdið of miklu álagi á jarð­veg, lággróð­ur, skóga og vatns­birgðir heims­ins. Rétt er að minnka heild­ar­neyslu dýra­af­urða af landi. Þó er stað­bundið hvað hentar best, í sam­ræmi við rækt­un­ar­skil­yrði, land­rými og fleira. Mörgum hús­dýrum fylgir mik­ill úrgangur og einnig fram­leiðsla met­ans sem er erfið gróð­ur­húsa­loft­teg­und.  Met­an­magnið er breyti­legt eftir búskap­ar­teg­und. Mann­eld­is­mark­mið eru ólík frá einum heims­hluta til ann­ars. Engu að síður er mik­il­vægt að minnka kjöt­neyslu umtals­vert í heild og auka jurta­neyslu að ákveðnu marki sem aldrei verður full­sett. Slíkt ýtir undir heil­næma lífs­hætti sem fylgja fjöl­breyttri fæðu. Mikil tæki­færi bíða hér­lendis í ræktun græn­metis og berja utandyra, í gróð­ur­húsum og í jarð­vegi upp­hit­uðum með affalls­vatni. Þar kemur við sögu hrein­leiki og engin notkun plöntu­vernd­ar­efna í gróð­ur­húsum en fremur lítil í utan­húss­rækt­un. Hér verður ekki fjallað um útflutn­ing mat­vöru eða fisk til mann­eld­is. Þó má benda á að unnt er að bæta við mat­væla­fram­leiðslu til inn­lendra nota, einkum með fisk­eldi, sem er raunar miklum tak­mörk­unum háð í opnum sjó­kví­um. Bjart­ara er yfir lax­eldi í lok­uðum sjó­kvíum og alls konar fisk­eldi á land­i.

Nýsköpun

Hér á landi er verið að þróa fæðu­bót­ar­efni úr sjáv­ar­fangi, sem kann að minnka losun met­ans frá hús­dýrum svo um mun­ar, og bæta fóðrun dýra í sama mark­miði. Mat­væla­stefna verður að ríma vel fjöl­breytta nýsköp­un. Hún getur snú­ist um fjöl­breytt­ari og holl­ari mat­vöru, nýt­ingu hrá­efnis sem hefur verið snið­gengið og bættar geymslu­að­ferð­ir. Lyk­il­at­riðin eru bætt nýt­ing hrá­efnis og end­ur­nýt­ing úrgangs úr alls konar fram­leiðslu­ferlum, hvort sem er t.d. mysu, blóðs eða afskurð­ar; jurta­leifa eða líf­ræns áburðar úr jarð­gerð. Nýsköpun hlýtur líka að bein­ast að því að lág­marka kolefn­is­spor í mat­væla­fram­leiðslu og dreif­ingu mat­vöru.

Byggða­stefna er for­senda mat­væla­ör­yggis

Mat­væla­fram­leiðsla í borgum og bæjum er hreint ekki úti­lokuð en hún verður ekki meg­in­þáttur í tryggri mat­væla­stefnu. Til hennar þarf öfl­uga, inn­lenda öflun mat­væla, hvort sem er í dreif­býli eða úti á sjó og í ferskvatni. Inn­fluttar og mik­il­vægar við­bætur í vöru­úr­vali hér á landi, verða heldur ekki meg­in­þáttur í mat­væla­stefn­unni. Nægur fjöldi býla, fleytur til sjó­sókn­ar, heil­brigðir stofnar dýra, hvort sem er í land­bún­aði eða úti á mörk­inni og í sjó, ásamt verk­kunn­áttu fólks eru for­sendur mat­væla­ör­ygg­is. Þess vegna er mat­væla­stefna líka byggða­stefna og það á raunar við um mest alla stefnu­mót­un, allt frá ferða­mennsku til vel­ferð­ar­þjón­ust­unn­ar. Mat­væla­stefna sem hluti byggða­stefnu  (og öfugt!) nýtir ólíkar aðstæður og sér­kenni lands­hluta til að verða aðlað­andi í augum þorra kaup­enda. Gildir einu til hvaða lands­hluta er horft. Hóf­leg dreif­ing mat­væla­fram­leiðslu um landið allt í byggð eykur öryggi og minnkar öll helstu vist­spor.

Í hnot­skurn: Sjálf­bærni, lágt vistspor, holl­u­sta, hrein­leiki, fram­leiðslu- og dreif­ingar­ör­yggi og verð­lag í sam­ræmi við jafnt kaup­mátt sem  þessi lyk­il­at­riði er meg­in­inn­tak mat­væl­stefnu er hentar hér á landi.

Ari Trausti Guðmundsson, er þing­maður Vinstri grænna.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search