PO
EN

Afnám svæðaskiptinga fullreynt

Deildu 

Strand­veiðisum­arið hófst 1. maí og er þetta fjór­tánda sum­arið sem strand­veiðar eru stundaðar. Senni­lega hef­ur aldrei gengið jafn vel á strand­veiðum, afli á hvern róður er tals­vert meiri en fyr­ir ári síðan. Þá hef­ur verð á fisk­mörkuðum verið strand­veiðisjó­mönn­um afar hag­fellt á vertíðinni. Frá því strand­veiðar hóf­ust í vor hef­ur vegið meðal­verð á kíló óslægðs afla verið rúm­ar fjög­ur hundruð kr. Það er rúm­um fjórðungi hærra en á sama tíma í fyrra og tæp­um 60% hærra en sum­arið 2020.

Aldrei jafn mik­il verðmæti á strand­veiðum

Þannig hafa senni­lega aldrei verið jafn mik­il verðmæti fólg­in í því að stunda þess­ar veiðar. Aldrei hef­ur verið ráðstafað hærra hlut­falli af leyfi­leg­um heild­arafla í þorski til strand­veiða, á sama tíma og leyfi­leg­ur heild­arafli hef­ur minnkað. Fyr­ir­komu­lagið hef­ur þró­ast þessi fjór­tán ár, nú síðast árið 2019 þegar lög­un­um var breytt á Alþingi. En breyt­ing­arn­ar fólu m.a. í sér að ráðherra var ekki leng­ur heim­ilt að skipta veiðiheim­ild­um niður á svæði held­ur væri einn pott­ur sem strand­veiðimenn veiddu úr þangað til hann væri upp­ur­inn.

Mark­mið þess­ara breyt­inga var að koma í veg fyr­ir að sjó­menn þyrftu að kepp­ast um að fá sem stærsta hlut­deild inn­an hvers svæðis áður en að veiðar væru stöðvaðar. Nú er kappið á landsvísu og því mis­heppnaðist breyt­ing­in. Það þýðir það að þau svæði þar sem fisk­gengd er síðsum

ars ná ekki að veiða fisk­inn á kjör­tíma, þ.e.a.s. þegar fisk­ur­inn er stærst­ur og verðmæt­ast­ur. Þetta fyr­ir­komu­lag er að mín­um dómi nú full­reynt. Í þau fjög­ur sum­ur sem þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur verið viðhaft þá hef­ur þurft að stöðva veiðarn­ar áður en að tíma­bilið klár­ast í tvö skipti og nú að öll­um lík­ind­um ger­ist það í þriðja skipti og enn fyrr en áður.

Fyr­ir­komu­lagið hef­ur verið gagn­rýnt

Ég hef talað við fjölda strand­veiðisjó­manna sem hafa gagn­rýnt þetta og lýst þessu fyr­ir­komu­lagi sem ósann­gjörnu. Sum­ir þeirra bentu á þessa hættu í upp­hafi. Þá hef­ur einnig verið bent á að ef þessu verður muni bát­ar halda áfram að fær­ast frá þeim svæðum sem koma illa út úr þessu fyr­ir­komu­lagi yfir á það svæði þar sem fisk­gengd er með þeim hætti að hag­kvæmt er að stunda þær frá upp­hafi tíma­bils. Þannig sé fyr­ir­komu­lagið farið að vinna gegn þeim byggðum sem hún átti að treysta.

Í ljósi þessa hyggst ég leggja fram frum­varp í haust sem taki upp svæðaskipt­ingu á nýj­an leik. Ég tel nauðsyn­legt að Alþingi taki þetta til skoðunar því nú­ver­andi kerfi fel­ur í sér ójafn­ræði sem verður að breyta. Þá hyggst ég ráðstafa því sem fékkst af skipti­mörkuðum fyr­ir mak­ríl til strand­veiða, sem mun lengja þann tíma sem veiðar geta staðið. Auk þess að auðvelda að halda til annarra veiða eft­ir að strand­veiðipott­ur­inn er tóm­ur.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search