PO
EN

Gerum betur!

Deildu 

Strandveiðar hafa sýnt og sannað að vera ein öflugasta byggðaaðgerð sem VG kom á sumarið 2009.  Vinstri græn undir minni forystu í atvinnuveganefnd leiddu þverpólitíska vinnu á sl. kjörtímabili í að endurskoða strandveiðikerfið í ljósi reynslunnar.

Mikið samráð var við félagasamtök sjómanna horft til öryggismála og hagsmuna fiskvinnslunnar,fiskmarkaða og eflingu atvinnu strandveiðibyggðanna.

Fyrir árið 2018 hafði strandveiðibátum farið fækkandi og ólympískar veiðar stundaðar með tilheyrandi hættu á sjóslysum. Landhelgisgæslan taldi reynsluna af 48 daga kerfinu vera góða og val á veiðidögum stuðlaði að auknu öryggi sjómanna og lögfesting 48 daga tryggði öryggið enn betur. Það var því ekki síst öryggisþátturin sem vóg þungt í að tryggja yrði öllum landshlutum 12 daga í mánuði út sumarið.

Stór meirihluti sjómanna hefur verið ánægður með þessar breytingar það hefur úttekt Byggðastofnunar sýnt. Strandveiðisjómenn kalla eðlilega eftir því að verkinu sem hófst sé lokið og aflaheimildir til 48 daga séu tryggðar.

Landsamband smábátaeigenda og Strandveiðifélagið styðja kröfuna um 48 daga og nýverið sendu formenn 4 svæðisfélaga smábátaeigenda á norður og austurlandi ráðherra erindi þar sem óskað er eftir að 48 daga kerfið sé fest í sessi með tryggum  aflaheimildum ,þetta styðja öll félög innan LS og fullri sátt lýst yfir með 48 daga kerfið.

Á öllum landsvæðum er mismunandi milli ára fjöldi báta,veðurfar,fiskgengd og hvort fiskur er stór eða smár og hver sóknargeta báta er eftir stærð.

Stefna VG er að auka hlut Strandveiða í félagslega kerfinu upp í 5.8 % í skrefum og brýnt að hefja þá vinnu strax í haust og nýta  m.a. hluta almenna byggðakvótans og rækju og skelbætur til þess að tryggja varanlega 48 daga ásamt veiðar út þetta sumar.

Strandveiðar eru stórt byggðamál, keflið er nú í höndum VG að leiða þá vinnu í höfn sem VG hóf og tryggja öryggi og afkomu strandveiðibyggða varanlega !

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaðu og fyrrverandi formaður atvinnuveganefndar.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search