PO
EN

Fyrsta ár nýs matvælaráðuneytis að baki

Deildu 

Í byrj­un árs 2022 var mat­vælaráðuneytið stofn­sett við upp­skipt­ingu verk­efna í nýrri rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Í stjórn­arsátt­mála eru til­greind ýmis verk­efni sem mér hafa verið fal­in og eru þau flest far­in vel af stað. Við í mat­vælaráðuneyt­inu höf­um nýtt tím­ann vel. Stærstu verk­efn­in snúa að stefnu­mót­un­ar­vinnu um sjáv­ar­út­veg und­ir for­merkj­un­um „Auðlind­in okk­ar“ og nú í upp­hafi árs munu liggja fyr­ir bráðabirgðatil­lög­ur. Þá setti ég af stað stefnu­mót­un­ar­vinnu í fisk­eldi. Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur unnið að því að greina lög, stjórn­sýslu og eft­ir­lit með grein­inni og mun sú skýrsla liggja fyr­ir fljót­lega. Þá var fengið er­lent ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki til þess að greina tæki­færi og áskor­an­ir í fisk­eldi. Það er brýnt fyr­ir okk­ur sem sam­fé­lag að það sé skýrt hvert við vilj­um sjá fisk­eldi þró­ast til lengri tíma.

Staðið með ís­lensk­um land­búnaði

Í ráðuneyt­inu höf­um við jafn­framt unnið að und­ir­bún­ingi end­ur­skoðunar bú­vöru­samn­inga. Ég hef sagt að ég muni leggja áherslu á lofts­lags­mál, fæðuör­yggi og ein­föld­un við þá end­ur­skoðun. Í ljósi þess að samn­ing­ur­inn sem gerður var árið 2016 mark­ar nokkuð skýr­an ramma verða eng­ar kúvend­ing­ar á samn­ingn­um. Það er þó afar mik­il­vægt að þær breyt­ing­ar sem verða gerðar séu í takti við aðra stefnu­mörk­un stjórn­valda. Í ráðuneyti mat­væla höf­um við þurft að tak­ast á við af­leiðing­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu fyr­ir aðfanga­keðjur land­búnaðar. Á ár­inu sem leið fóru 3,2 millj­arðar króna í sér­stak­an stuðning við land­búnað vegna þessa og hækk­andi áburðar­verðs. Stjórn­völd hafa því sýnt í verki að þau standa með ís­lensk­um land­búnaði.

Um­bóta­mál í fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu

Þingið samþykkti nokk­ur mál sem ég lagði fyr­ir á ár­inu 2022, flest snúa þau að um­bóta­mál­um í fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu, t.d. veiðistjórn­un hrygg­leys­ingja og bætt eft­ir­lit með fisk­veiðum. Í lok nóv­em­ber voru gerðar breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald til að bregðast við óæski­legri víxl­verk­un íviln­ana sem gerðar voru vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Þær breyt­ing­ar leiða til þess að veiðigjöld verða um 2,5 millj­örðum króna hærri á næsta ári en ella hefði verið.

Ár stefnu­mót­un­ar runnið upp

Á nýju ári fara þau verk­efni sem ýtt var úr vör á fyrsta starfs­ári nýs mat­vælaráðuneyt­is að bera ávöxt. Þannig verður unnið að því að skapa ramma sem al­menn­ing­ur og at­vinnu­grein­arn­ar geta treyst á til framtíðar. Sá rammi mun hafa akk­eri sitt í nýrri mat­væla­stefnu og stefnu­mörk­un ís­lenskra stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Ég er full­viss um að við náum enn betri ár­angri í þeim mik­il­vægu at­vinnu­grein­um sem und­ir ráðuneytið heyra þegar við höf­um skerpt bet­ur á því hvert við vilj­um stefna.

Svandís Svavarsdóttir, mat­vælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search