PO
EN

Líffræðileg fjölbreytni til framtíðar

Deildu 

Eitt af þeim mál­um sem mik­il­væg­ast er að halda á lofti er líf­fræðileg fjöl­breytni. Und­ir mitt ráðuneyti heyra m.a. mál­efni sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar auk skóg­rækt­ar og land­græðslu. Þar eru snertiflet­irn­ir við líf­fræðilega fjöl­breytni, í lög­gjöf og reglu­setn­ingu um nýt­ingu auðlinda hafs og lands. Umræðan um líf­fræðilega fjöl­breytni hef­ur bæði á Íslandi og á alþjóðavett­vangi verið minni en um hina stóru áskor­un okk­ar tíma, lofts­lags­breyt­ing­ar. Enda er ein­fald­ara að sjá ástæður þess, í hvert skipti sem við dæl­um jarðefna­eldsneyti á bíl­inn vit­um við að við erum að dæla til­teknu magni af gróður­húsaloft­teg­und­um út í and­rúms­loftið. Sam­spil hegðunar og líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni er ekki eins aug­ljóst við fyrstu sýn.

Á virkni vist­kerfa hvíla lífs­gæði

Í sinni ein­föld­ustu mynd snýst bar­átt­an gegn hnign­un líf­fræðilegr­ar fjöl­breytni um það að viðhalda virkni vist­kerfa. Þá bar­áttu þekkja Íslend­ing­ar vel. Við höf­um mörg dæmi úr sjó af því hvað það þýðir þegar virkni vist­kerfa hryn­ur. Síld­in sem hvarf. Við höf­um tapað en við höf­um líka sigrað. Nýt­ing Íslend­inga á nytja­stofn­um sjáv­ar var á þann hátt að ef ekki hefði verið gerð breyt­ing á hefðu okk­ar mik­il­væg­ustu nytja­stofn­ar e.t.v. hrunið. Í ár­anna rás hef­ur byggst upp þekk­ing á því hvernig við stýr­um nýt­ingu. Við eig­um líka dæmi á landi. Síðastliðið haust heim­sótti ég Gunn­ars­holt og fékk þar leiðsögn um kornakra bónd­ans í Laxár­dal, en þar er nú gjöf­ul­asta korn­rækt­ar­land á Íslandi þar sem áður voru eyðis­and­ar. Þar var þróun snúið við með mark­viss­um aðgerðum sem end­ur­heimtu virkni vist­kerfa. Einnig má halda til haga end­ur­heimt vist­kerfa á borð við vot­lendi og birki­skóga.

Mikið verk óunnið

Þannig snýst bar­átt­an um líf­fræðilega fjöl­breytni um meira en aðgerðir til að friða til­tek­in hlut­föll af landsvæði og hafi fyr­ir til­tek­inni nýt­ingu. Hún snýst ekki síður um að hlúa að virkni vist­kerfa sem við reiðum okk­ur á fyr­ir hag­sæld okk­ar. Drjúg­ur hluti af gjald­eyris­tekj­um og þar með lífs­gæðum okk­ar bygg­ist á virkni vist­kerfa hafs­ins og þeirri vistþjón­ustu sem þau veita. Við erum alls ekki kom­in nógu langt í umræðu eða aðgerðum á þessu sviði. Það eru þó að ég held öll skil­yrði fyr­ir hendi til að það geti breyst. Enda eig­um við ein­fald­lega svo mikið und­ir þegar kem­ur að skyn­sam­legri nýt­ingu nátt­úr­unn­ar, sem viðheld­ur virkni vist­kerfa og end­ur­heimt­ir þau sem hrun­in eru. Við mun­um á næstu miss­er­um stíga skref til þess að inn­leiða betri stý­ritæki til að tryggja sjálf­bæra nýt­ingu og vernd­un vist­kerfa, hvort sem er á hafi eða á landi.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search