PO
EN

Ísland í fararbroddi varðandi rétt einstaklinga til að breyta opinberri kynskráningu

Deildu 

Ísland er eitt af níu ríkjum í Evrópu sem hefur innleitt kerfi sem byggir á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga sem vilja breyta opinberri kynskráningu sinni. Þar að auki er Ísland eina landið sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt kynsegin einstaklinga til að skrá sig í samræmi við eigin kynvitund, þ.e. með hlutlausri skráningu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri skýrslu Transgender Europe (TGEU) sem eru regnhlífarsamtök um 200 félaga sem berjast fyrir réttindum trans fólks í 48 ríkjum í Evrópu og Mið-Asíu.

Í skýrslunni kemur fram að kynsegin fólk sé sá hópur innan trans samfélagsins sem hafi vaxið mest en víðast hvar hafi þessi hópur ekki möguleika á opinberri skráningu í samræmi við kynvitund sína.

TGEU gefur einnig árlega út kort þar sem réttindi trans fólks í Evrópu og Mið-Asíu eru borin saman milli landa. Ísland stendur almennt vel í samanburði á lagalegum réttindum trans fólks. Þannig er Ísland eitt af fáum löndum þar sem ekki eru sett aldursskilyrði fyrir breyttri kynskráningu og ásamt Möltu eina landið sem tryggir í lögum foreldrarétt kynsegin einstaklinga.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search