PO
EN

Framtíðin getur verið björt þótt skýrslan sé svört

Deildu 

Þegar ég tók við nýju ráðuneyti í lok árs 2021 varð mér fljótt ljóst að það þyrfti að gera gangskör í mál­efn­um fisk­eld­is. Það kom mér ekki á óvart þar sem löng­um hafa verið uppi afar skipt­ar skoðanir á mála­flokkn­um í sam­fé­lag­inu. Þegar litið er til framtíðar fisk­eld­is á Íslandi gera spár ráð fyr­ir enn frek­ari vexti, svo mikl­um að inn­an fárra ára eru lík­ur á því að verðmæti fisk­eldisaf­urða fari fram úr afla­verðmæti þorsks. Ef slík­ar spár eiga að ræt­ast þurf­um við að bretta upp erm­ar. Mik­il­vægt er að öll um­gjörð um at­vinnu­grein­ina bygg­ist á sjálf­bærni, gagn­sæi og góðri stjórn­sýslu.

Horft til fortíðar og framtíðar

Í árs­byrj­un 2022 óskaði ráðuneytið mitt form­lega eft­ir því að Rík­is­end­ur­skoðun myndi hefja stjórn­sýslu­út­tekt á sviði fisk­eld­is svo fljótt sem verða mætti. Þessi til­hög­un var kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda síðastliðið vor, ásamt því að til­kynnt var að dregið yrði úr út­gáfu nýrra leyfa þangað til stefnu­mót­un lyki. Í ág­úst gerði mat­vælaráðuneytið svo samn­ing við ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Bost­on Consulting Group um skýrslu­gerð um framtíð lagar­eld­is á Íslandi. Við töld­um mik­il­vægt að horfa ekki bara til fortíðar held­ur líka til framtíðar. Sam­hliða fram­an­greindu hafa verið stofnaðir starfs­hóp­ar sem lúta ann­ars veg­ar að smit­vörn­um í sjókvía­eldi og hins veg­ar stroki úr kví­um. Þessi vinna mun einnig gagn­ast við stefnu­mörk­un og breyt­ing­ar á reglu­verki.

Aldrei fleiri ábend­ing­ar

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar eru 23 ábend­ing­ar um úr­bæt­ur lagðar fram til sex stofn­ana. Stærsti hluti þeirra ábend­inga er til míns ráðuneyt­is. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur m.a. mik­il­vægt að efla eft­ir­lit og að þving­unar­úr­ræðum verði beitt með mark­viss­ari hætti. Þá þurfi að taka leyf­is­veit­ing­ar­ferlið til end­ur­skoðunar. Við þess­um at­huga­semd­um þarf að bregðast og það verður verk­efni okk­ar í mat­vælaráðuneyt­inu næstu miss­eri. Stærsti lær­dóm­ur­inn að mínu viti er sá að lagaum­gjörðin hef­ur ekki reynst full­nægj­andi og að okk­ur hef­ur ekki auðnast að byggja upp getu stjórn­sýsl­unn­ar á sama hraða og at­vinnu­grein­in hef­ur stækkað.

Í sátt við um­hverfi, sam­fé­lag og efna­hag

Von er á skýrslu Bost­on Consulting á næstu vik­um um framtíðar­sýn lagar­eld­is á Íslandi. Þar er í for­grunni sjálf­bær vöxt­ur grein­ar­inn­ar, í sátt við um­hverfi, sam­fé­lag og efna­hag. Þess­ari stefnu­mörk­un munu fylgja laga­breyt­ing­ar þar sem tekið verður tekið til­lit til at­huga­semda Rík­is­end­ur­skoðunar. Sum­um ábend­ing­um get­um við komið strax til fram­kvæmda þar sem þær kalla ekki á laga­breyt­ing­ar, held­ur breytta fram­kvæmd eða reglu­gerðarbreyt­ing­ar. Skýrsl­an er svört, en ef við ger­um úr­bæt­ur er framtíð lagar­eld­is á Íslandi björt.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search