Vinstri græn í Reykjavík héldu félagsfund í gærkvöld og ræddu stjórnmálin og stöðuna í efnahags- og kjaramálum í gærkvöld, við kjörna fulltrúa í borginni. Valdir voru fulltrúar á landsfund hreyfingarinnar sem fram fer á Akureyri 17. – 19. mars. Eftirfarandi ályktun var borin upp og samþykkt samhljóða á fundinum.
Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík 27. febrúar 2023 lýsir fullum stuðningi við yfirstandandi baráttu láglaunafólks fyrir bættum kjörum.
Fyrir hönd stjórnar, Elín Björk Jónasdóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík