PO
EN
Teams

Fastanefnd VG – Allsherjar og menntamálanefnd ræðir útlendingafrumvarpið.

9. mars
kl. 20:00

Fimmtudaginn 2. mars var útlendingafrumvarpið afgreitt úr Allsherjar- og menntamálnefnd þingsins með breytingum og nýju nefndaráliti. Nefndarálitið er nú í yfirlestri og verður birt í þingsal í byrjun næstu viku.

Af því tilefni er boðað til fundar í Allsherjar- og menntamálanefnd VG til að ræða nefndarálitið og þær breytingar sem eru framkomnar á frumvarp, ekki síst fyrir tilstilli VG.

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 9. mars klukkan 20 á Teams.

Undir Allsherjar- og menntamálanefnd falla m.a. jafnréttismál, menntamál, menningarmál, íþróttir, rannsóknir, útlendingamál, lögreglumál og dómsmál.

Hópstjórn: Jódís Skúladóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir

Nefndin er ein af 7 nefndum hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi í vor. Fundirnir eru opnir öllum félögum. Ef þið viljið taka þátt í málefnastarfi hreyfingarinnar þá getið þið kynnt ykkur það og skráð ykkur í hópa hér: https://vg.is/malefnahopar/

Þegar þið hafið skráð ykkur fáið þið aðgang að vinnuhópum fastanefndanna inni á Teams.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig til þess að sitja fundina.

https://l.facebook.com/l.php?u=https%3A%2F%2Fteams.microsoft.com%2Fl%2Fmeetup-join%2F19%253ameeting_YjcyYzU4YjktNzIwNi00NWM2LTk0OGUtMmQzZDhhZTQxMTg3%2540thread.v2%2F0%3Fcontext%3D%257B%2522Tid%2522%253A%2522f8809c2b-6e06-4c98-b641-2193fbf968ea%2522%252C%2522Oid%2522%253A%252276389829-7461-48fe-988b-7fab5b63f20b%2522%257D%26fbclid%3DIwAR257XzDTdMZzXsx1Q0ULfvvpLGEM4W6YSUwKdKO7MuJI3gEied31PabZnE&h=AT0Cn3joaw2hGMQirfY4A2M-1o8IfFv5RZ6126eRWfFTk72PKb8tfmjQS6bqXSL_ih15Yr9T3GIs5BAjcy_KB2Lz6DWotplurrm_S9ziFTWMK85y5BblrYyk_mqtGdgq3w&tn=q&c[0]=AT2IpSlFM8hpqv0IyLy2kI5gMGXpykhxNyq2LiUFihJHb3mcOcrZMyfdTh_StIQ8sHXnidQou36rYZPkQt5x83RLW_HhYP_P3F_SPYQg8AkT9eQi1QG9iXUbww02OMOaEyw

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search