VG í Reykjavík, undir forystu Lífar Magneudóttir leggja í dag fram tillögu í borgarstjórn sem felur í sér hvatningu til Faxaflóahafna um að segja upp samningi við Hval hf, þannig að hvalveiðiskip geti ekki lengur lagst að bryggju í miðri gömlu höfninni í Reykjavík í návígi við hvalaskoðunarbáta og ferðafólk. Tillagan hljóðar svona.
Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um endurskoðun samninga um hafnaraðstöðu fyrir hvalveiðiskip.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að endurskoða samning hafnarinnar við fyrirtækið Hval hf. um hafnaraðstöðu fyrir hvalveiðiskip félagsins, segja honum upp eða sjá til þess að hvalveiðiskipunum verði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.
Fh. VG í Reykjavík, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi.