Search
Close this search box.

Nýsköpun og náttúrulausnir

Deildu 

Í liðinni viku barst til­kynn­ing um að vest­firska fyr­ir­tækið Kerec­is hefði verið keypt af dönsku fyr­ir­tæki fyr­ir 175 millj­arða króna. Eðli­lega vakti það mikla at­hygli, enda er kaup­verðið hátt og fyr­ir­tækið verið tals­vert í umræðunni síðustu ár sök­um vel­gengni sinn­ar. Fyr­ir­tækið hef­ur sér­hæft sig í fram­leiðslu á lækn­inga­vör­um úr þorskroði og vör­urn­ar hafa hjálpað fjölda fólks að ná heilsu og getið sér þannig góðan orðstír.

Ný­sköp­un sem bygg­ist á því að nýta lausn­ir nátt­úr­unn­ar er ekki nýtt fyr­ir­brigði. Væng­ir fugla hafa nýst við hönn­un flug­véla, fransk­ir renni­lás­ar voru inn­blásn­ir af því hvernig til­tek­in fræ loða við feld og svona mætti lengi telja. Nátt­úr­an er enda­laus upp­spretta lausna þegar vel er að gáð. Þess vegna er mik­il­vægt að hlúa að grunn­rann­sókn­um til þess að auka þekk­ingu okk­ar á nátt­úr­unni.

Eitt­hvað annað vex

Íslenskt efna­hags­líf hef­ur lengi verið auðlinda­drifið. Sjáv­ar­út­veg­ur, orku­frek­ur iðnaður og ferðaþjón­usta reiða sig á inn­lend­ar auðlind­ir til þess að skapa verðmæti til út­flutn­ings. Með auk­inni áherslu á ný­sköp­un er að verða til blandaðra hag­kerfi hefðbund­inn­ar auðlinda­nýt­ing­ar og ný­sköp­un­ar. Kerec­is er ákaf­lega far­sælt dæmi um þessa blöndu, þar sem aðföng­in í fram­leiðslu Kerec­is eru hliðar­af­urð úr sjáv­ar­út­vegi. Fleiri áþekk dæmi eru til víðs veg­ar um landið, verðmæt­ar afurðir verða til úr rækju­skel frá Sigluf­irði, bæti­efni úr hliðar­af­urðum í lax­eldi og svo fram­veg­is. Fleiri tæki­færi eiga eft­ir að verða til á næstu árum þó ómögu­legt sé að sjá fyr­ir hvaða hliðar­af­urð verði næst að auðlind.

Það sem er einnig já­kvætt er að þessi ný­sköp­un eigi sér stað víðar en í Vatns­mýr­inni. Ein­hæfni í at­vinnu­lífi er ekki góð fyr­ir sam­fé­lög á lands­byggðinni. Með því að byggja upp innviði víðs veg­ar um landið, í sam­göng­um, fjar­skipt­um og með sam­keppn­is­hæfu um­hverfi fyr­ir ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki geta stjórn­völd stuðlað að því að fleiri fyr­ir­tæki kom­ist á legg. Sjóðir á borð við Mat­væla­sjóð, Rannís og Tækniþró­un­ar­sjóð og þjón­ustu­fyr­ir­tæki á borð við Matís gegna einnig mik­il­vægu hlut­verki í þeim innviðum sem þurfa að vera til staðar til þess að ný­sköp­un verði að veru­leika. Við eig­um sí­fellt að meta og end­ur­meta hvort við get­um gert bet­ur í þess­um efn­um. Þannig get­um við aukið lík­urn­ar á að fleiri fyr­ir­tæki eins og Kerec­is verði til.

Sem ráðherra mat­væla nýt ég þeirra for­rétt­inda að hitta reglu­lega fólk sem starfar að ný­sköp­un í mála­flokk­um ráðuneyt­is­ins. Eft­ir að hafa kynnst þeim krafti sem þar er að finna finnst mér lík­legt að þegar sé búið að stofna „næsta Kerec­is“ ein­hvers staðar á Íslandi. Hug­mynd hef­ur kviknað í kolli og unnið er að því að koma henni í raun­heima. Til mik­ils er að vinna að kerf­in okk­ar geti aðstoðað við að koma hug­mynd­inni á legg.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search