Search
Close this search box.

Landnotkun og loftslag

Deildu 

Í mars á þessu ári gaf milli­ríkja­nefnd Sam­einuðu þjóðanna, IPCC, út skýrslu um lofts­lags­breyt­ing­ar. Niður­stöður skýrsl­unn­ar eru að at­hafn­ir af manna­völd­um hafi nú þegar leitt til hlýn­un­ar lofts­lags um 1,1 gráðu frá iðnbylt­ingu og að all­ar lík­ur séu á því að farið verði fram úr mark­miði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um 1,5 gráðu hlýn­un inn­an ára­tug­ar. Lofts­lags­breyt­ing­ar hafa af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar fyr­ir vist­kerfi jarðar­inn­ar og valda al­var­leg­um áhrif­um á líf fólks um all­an heim. Öfgar í veðurfari aukast, til dæm­is með mikl­um rign­ing­um og felli­bylj­um auk þess sem gríðarlega hár hiti hef­ur ein­kennt veðurfar í sum­ar víða um heim.

For­senda þess að við náum raun­veru­leg­um ár­angri í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar er að við gríp­um til aðgerða. Mál­efni mat­vælaráðuneyt­is­ins hafa marg­vís­leg áhrif á um­hverfið og at­vinnu­grein­arn­ar sem und­ir ráðuneytið heyra standa fyr­ir tals­verðum hluta af heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda á Íslandi. Stjórn­völd gegna mik­il­vægu hlut­verki, skapa skil­yrði til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur legg­ur ríka áherslu á það. Ísland hyggst taka þátt í sam­eig­in­legu mark­miði ESB um að draga úr los­un um 55% fram til árs­ins 2030. Við erum þar með þátt­tak­end­ur í þeim kerf­um sem ESB hef­ur sett upp til að draga úr los­un.

Meðal þeirra kerfa eru regl­ur um sam­spil land­notk­un­ar og lofts­lags­mála, en slík los­un hef­ur ekki sætt bind­andi mark­miðum um sam­drátt í los­un hingað til. Það mun aft­ur á móti breyt­ast árið 2026. Í ljósi þess þarf að auka skil­virkni varðandi land­notk­un og huga að ár­ang­urs­rík­um aðgerðum á því sviði. Skerpa þarf á aðgerðum í aðgerðaáætl­un­um og for­gangsraða þeim og sú vinna er framund­an í ráðuneyti mínu, í sam­starfi við um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneytið.

Auk þess þarf að auðvelda bænd­um aðgengi að aðgerðum sem skila hratt ár­angri í því að draga úr los­un. Ráðgjaf­armiðstöð land­búnaðar­ins hef­ur unnið að grein­ingu á því fyr­ir ráðuneytið hvaða aðgerðir eru fýsi­leg­ar til að draga úr los­un og hafa jafn­framt já­kvæð áhrif á rekst­ur í land­búnaði. Auk þess þurfa stjórn­völd að halda áfram sam­starfi við at­vinnu­lífið um þá lofts­lags­vísa sem unnið hef­ur verið að síðustu vik­ur.

Kjarni máls­ins er að við get­um ekki gert ekki neitt. Næstu skref í mat­vælaráðuneyt­inu fel­ast í því að skil­greina bet­ur þær aðgerðir sem þarf að ráðast í svo mark­mið stjórn­valda ná­ist, og það þarf að ger­ast í sam­starfi við stofn­an­ir og hags­munaaðila. Ég legg ríka áherslu á að ís­lensk stjórn­völd hafi for­ystu í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um því mikið er í húfi fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag og nátt­úru.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search