PO
EN

Fögnum sigrum og munum baráttuna, segir Katrín Jakobsdóttir

Deildu 

Hinsegin dagar hófust í vikunni og dagskrá þeirra er fjölbreytt sem aldrei fyrr!

Mannréttindi án mismununar eru ekki sjálfgefin og það hefur þurft að berjast fyrir öllum þeim áföngum sem náðst hafa. Alltaf virðast spretta upp öfl sem líta á mannréttindabaráttu annarra sem ógn við sín eigin réttindi. Það er alvarleg ranghugmynd. Mannréttindi fyrir okkur öll á að vera keppikefli okkar sem samfélags. Það eru grundvallarréttindi hvers einstaklings að vera frjáls til að lifa og elska.

Notum þessa daga til að fagna þeim sigrum sem náðst hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks en líka til að minna okkur á að baráttan fyrir mannréttindum er eitt stærsta grundvallarmál samtímastjórnmála og undirstaða þess samfélags sem við viljum byggja.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search