Search
Close this search box.

Bak við ystu sjónarrönd

Deildu 

Þegar umræður um lofts­lags­mál hóf­ust af al­vöru fyr­ir um 20-30 árum voru áhrif þeirra bak við ystu sjón­arrönd. Fólkið sem tæk­ist á við af­leiðing­arn­ar væri ekki fætt. Þessi staða er breytt í dag. Af­leiðing­arn­ar eru ekki bak við ystu sjón­arrönd leng­ur. Við höf­um færst nær eft­ir bein­um og breiðum vegi. Í sum­ar hafa borist stöðugar frétt­ir af hita­bylgj­um í Evr­ópu, af skógar­eld­um og óvenju­lega hlýj­um sjó í Norður-Atlants­hafi. Við erum far­in að sjá bet­ur hvað bíður okk­ar. Þjón­usta þeirra vist­kerfa sem mann­kynið reiðir sig á verður skert á stór­um svæðum. Áhrif­in á efna­hag millj­arða jarðarbúa ómæld, vegna áhrifa á land­búnað, vatns­bú­skap og fleira. Til­heyr­andi áhrif á fjölda flótta­fólks sem nú þegar hafa aldrei verið fleiri.

Áhrif verða ljós

Frá því um iðnbylt­ingu hef­ur mann­kynið losað ókjör af gróður­húsaloft­teg­und­um í and­rúms­loftið. Töl­urn­ar eru óskilj­an­leg­ar, þær liggja utan við það sem tungu­mál okk­ar og ímynd­un­ar­afl fær skilið. Níu hlut­ar af hverj­um tíu af því kol­efni sem mann­kynið los­ar eru tekn­ir upp í haf­inu, þar sem áhrif­in eru m.a. að höf­in súrna. Áhrif þess á vist­kerfi hafs­ins eru óþekkt en eins og annað bak við ystu sjón­arrönd munu þau koma í ljós á næstu árum og ára­tug­um.

Ísland get­ur haft áhrif um­fram stærð með því að sýna að hægt sé að draga hratt úr los­un og auka bind­ingu. Íslensk­ir at­vinnu­veg­ir eru marg­ir hverj­ir með metnaðarfull mark­mið um lofts­lags­hlut­leysi og leita leiða til þess að draga úr los­un. Enda er oft á tíðum beinn fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af því að inn­leiða spar­neytn­ari búnað eða skipta út jarðefna­eldsneyti þar sem það er fýsi­legt. Bæði sjáv­ar­út­veg­ur og land­búnaður hafa hér þýðing­ar­mikið hlut­verk. Los­un úr þess­um geir­um er um­tals­verð og í þeim báðum hef­ur náðst ár­ang­ur til að draga úr los­un. Frek­ari ár­ang­ur er nauðsyn­leg­ur á næstu árum.

Aukn­ar kröf­ur

Á síðasta þingi voru samþykkt frum­vörp á Alþingi sem stíga græn skref í sjáv­ar­út­vegi. Fleiri skrefa er þörf og hef ég fulla trú á því að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur geti verið í far­ar­broddi í lofts­lags­mál­um. Sömu trú hef ég á inn­lend­um land­búnaði, en mörg verk­efni eru á teikni­borðinu sem geta þar aukið ár­ang­ur. Á næstu árum verða enn aukn­ar kröf­ur vegna alþjóðlegra skuld­bind­inga um að draga úr los­un frá landi. Óvissa er hér á landi um hver sú los­un er en sýnt þykir að hún sé veru­leg, sér­stak­lega frá verst förnu svæðunum. Mikl­ir hags­mun­ir eru að veði fyr­ir sam­fé­lagið að draga úr þess­ari los­un þar sem að ljóst er að ís­lenska ríkið mun þurfa að greiða fyr­ir los­un um­fram mark­mið inn­an fárra ára. Mik­il­vægt er að þess­ir hags­mun­ir verði tryggðir. Bæði fyr­ir sam­fé­lagið, vist­kerf­in en ekki síst kom­andi kyn­slóðir.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Túngötu 14

101 Reykjavík

vg@vg.is

KT: 421298-2709

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search