Aðalfundur Vinstri grænna í Kópavogi 25. janúar 2024 krefst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að bundinn verði endir á þjóðarmorðið sem Ísrael er nú að fremja á Gasa.
Vissulega ber að fagna ályktun Alþingis frá 9. nóvember svo langt sem hún nær, en brýnt er að leita leiða til frekari viðbragða. Þar mætti til dæmis íhuga slit á stjórnmálasambandi eða stuðning við kæru Suður-Afríku á hendur Ísrael. Það er mikilvægt að forysta og ráðherrar Vinstri grænna tjái afstöðu VG með skýrum hætti.
Fundurinn lýsir megnri vanþóknun á pistli utanríkisráðherra á Facebook 20. janúar síðastliðinn, þar sem hann fjallaði af lítilsvirðingu um hóp Palestínumanna, sem hafa krafist hraðari aðgerða til að ná fjölskyldum þeirra úr þeirri lífshættu sem þær búa við á Gasa, og atyrti þá fyrir vanþakklæti í garð íslenskra stjórnvalda.
Fundurinn krefst þess að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að ná þessu fólk án tafar út af hættusvæðinu á Gasa og komi því í öruggt skjól á Íslandi.
Fundurinn krefst þess að þegar í stað verði látið af brottvísunum á palestínsku flóttafólki og því veitt vernd á Íslandi.
Fundurinn styður eindregið sniðgöngu gagnvart Ísrael.
Vopnahlé strax!
Stöðvum þjóðarmorðið!
Drögum stríðsglæpamennina fyrir rétt!
Lifi frjáls Palestína!