PO
EN
Zoom

Félagsfundur um frumvarp til breytinga á örorkulífeyriskerfinu

21. febrúar
-
21. febrúar
kl. 19:30

Stórt skref var stigið föstudaginn 16. febrúar þegar Guðmundur Ingi setti drög að frumvarpi sínu vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar fela í sér nýja hugsun, breiðari nálgun, og mestu umbyltingu á örorkulífeyriskerfinu frá upphafi. Við umbyltinguna tökum við betur utan um fólk en áður og búum til hvata til að gera því kleift að blómstra.  

Markmiðið er skýrt: Að stuðla að bættum kjörum, aukinni virkni og meira öryggi og vellíðan fólks. 

Guðmundur Ingi vill heyra hljóðið í félögum með þetta verkefni og fá tækifæri til að kynna drögin og vinnuna. Því mun hann bjóða til fjarfundar miðvikudagskvöldið 21. febrúar klukkan 19.30-20.30.

Allir félagar mjög velkomnir! 

Hlekkur á fundinn er hér.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search