Kæru félagar í Suðvesturkjördæmi!
Nú styttist óðfluga í landsfund og því býður kjördæmisráð VG í Suðvesturkjördæmi til mannfögnuðar á Catalinu veitingastað, Hamraborg 11, 200 Kópavogi, miðvikudaginn 2. október kl. 19.30.
Þar munum við stilla saman strengi fyrir landsfund, ræða pólitíkina og hafa smá gaman saman.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson þingmaður kjördæmisins verður á staðnum.
Öll velkomin – nýir félagar og landsfundarfulltrúar sérstaklega hvött til að mæta.
Bestu kveðjur,
VG í Suðvesturkjördæmi