Boðað er til aðalfundar Vinstri grænna í Reykjavík 30. október kl. 20:00. Fundurinn verður staðfundur og verður haldinn í Bragganum í Nauthólsvík.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og eru þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn beðin um að láta Elínu Björk vita með tölvupósti á elinbjork@gmail.com
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður málefnafundur um stöðu barna.