EN
PO
Search
Close this search box.

Takk Jódís

Deildu 

Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna mun ekki skipa sæti á lista hreyfingarinnar í komandi alþingiskosningum. Jódís Skúladóttir varð þingkona hreyfingarinnar árið 2021 en áður var hún oddviti hreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Múlaþingi árið 2020 þar sem hún komst inn í sveitarstjórn. Jódís sat í allsherjar- og menntanefnd , velferðarnefnd og fjárlaganefnd fyrir þingflokk VG á kjörtímabilinu en hún var einnig 6. varaforseti Alþingis. Við þökkum Jódísi fyrir hennar störf í þágu hreyfingarinnar og óskum henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Við leyfum Jódísi að eiga loka orðin (en tilkynningin var skrifuð fyrir rúmri viku):

Kæru vinir,

í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt. Guð blessi 9-5 og helgarfrí 😏

Það er líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli 2x í sama mánuði og eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG.

En ég hef aldrei talið mig eiga neitt í pólitík svo ég tek það nú ekki mjög nærri mér. Ég styð VG og finn mig ekki í stefnum annara flokka. Ég er trú stefnunni og hef ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna er það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka💚

Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst td þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt.

Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum.

Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í “le cirque de l’absurde” við Austurvöll🤪

Takk takk takk fyrir að hafa treyst mér fyrir því að vera þingmaðurinn ykkar undanfarin þrjú àr💚

Ps LIFI FRJÁLS PALESTÍNA

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search