PO
EN

Landsfundur UVG

Deildu 

Landsfundur UVG fer fram á höfuðborgarsvæðinu 2. nóvember næstkomandi. Landsfundurinn er opinn öllum félögum. Landsfundurinn er frábært tækifæri til að kynnast starfinu og félögum Ungra vinstri grænna og eru nýir félagar sérstaklega hvattir til að mæta.

Skráið ykkur á fundinn hér:https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSe3Pxquz1FAVvaDBvets_hzwXy8X1FcxKB4yf3KLOLwNKwU5g/viewform

Frestur til að bjóða sig fram í stjórn rennur út á fundinum en hafi einhver áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og sér ekki fram á að geta mætt á fundinn er mikilvægt að senda tilkynningu um framboð á stjorn@vinstri.is

Ályktanir og tillögur að laga- eða stefnubreytinum skulu sendast á stjorn@vinstri.is.

Fundurinn verður á Bryggjunni, Grandagarði 8, 101 Reykjavík.

09:30 Morgunmatur og húsið opnar
10:00 Setning fundar og kosning fundarstjóra og ritara
10:10 Ávarp formanns
10:20 Erindi og umræður um húsnæðis- og efnahagsmál
10:55 Kaffihlé
11:00 Örerindi um skaðaminnkun og geðheilbrigði
11:15 Kosið um ályktanir
11:55 Lagabreytingar
12:00 Hádegismatur
12:45 Kynning á framboðum í stjórn
13:00 Stjórnarkjör
13:15 Stefnur UVG
14:00 Spjall við Svandísi Svavarsdóttur og Guðmund Inga – Hvert stefnir VG?
15:00 Erindi og umræður um Ísrael – Palestínu
15:45 Kaffihlé
16:00 Erindi og umræður um kvenfrelsismál
17:00 Fundarslit

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search