PO
EN

Vegna skráningar stjórnmálasamtaka

Deildu 

Vegna fjölmiðlaumræðu um skráningu Vinstrihreyfingarinnar –  græns framboðs hjá Ríkisskattstjóra er rétt að gera grein fyrir eftirfarandi.

Þann 25. júní 2021 voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi stjórnmálasamtaka. Fram kemur í 2. gr. e. laganna kemur fram að „Ríkisskattstjóri skráir stjórnmálasamtök samkvæmt lögum þessum og starfrækir stjórnmálasamtakaskrá í því skyni.

Eins og komið hefur fram í fréttum nú nýverið þá var rekstrarform Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs ekki skráð sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra heldur sem félagasamtök þar til á haustmánuðum 2024 þegar skráningunni var breytt.  Skráning hreyfingarinnar var því fram til 2024:  Ísat flokkun: 94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka // Rekstrarform: Félagasamtök.  Rétt skráning hefði verið(frá og með 2022): Ísat flokkun: 94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka // Rekstrarform: P9 Stjórnmálasamtök.

Eitt markmiða laganna var að auka gagnsæi í íslenskum stjórnmálum. Með breytingunum var bætt við því skilyrði úthlutunar til stjórnmálasamtaka, samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni, að samtökin séu skráð á stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Hann fer með eftirlit með því að skilyrði úthlutunar séu uppfyllt og veitir fresti til að bæta úr því sem áfátt er. Frá 2022 fram til 2024 hafði skrifstofu hreyfingarinnar aldrei borist ábending þess efnis að hreyfingin væri skráð með röngum hætti.

Þrátt fyrir að hreyfingin hafi ekki verið skráð sem stjórnmálasamtök fyrr en á árinu 2024 hefur VG ávallt uppfyllt þær lagaskyldur sem á stjórnmálasamtökum hvíla  að öllu leyti þegar kemur að reikningsskilum og upplýsingaskyldu um reikninga stjórnmálasamtaka.

Að því sögðu gerir forysta VG sér grein fyrir að hreyfingin hefði átt að vera skráð með réttum hætti frá fyrsta degi og harmar að svo hafi ekki verið gert en leggur áherslu á að úr því var bætt um leið og eftir því var tekið.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search