Nú er mál að hittast enda komið nýtt ár og ýmislegt þarf að skoða. Næsti fundur er 12. febrúar nk. kl. 20 að Stangarhyl 4, húsnæði FEB. Þorgerður María Þorbjarnardóttir jarðfræðingur veltir upp ýmsum myndum af því sem blasir við Íslandi og íslenskri náttúru. Og eftir kaffið mun Sigurður Sigurðarson fyrrum yfirdýralæknir minnast okkar merku vísindakonu Margrétar Guðnadóttur sem lést 2018. Kaffi og söngur á sínum stað.
Fundarstjóri er Guðrún Hallgrímsdóttir. Mætum glöð og hress!
- Hvað um íslenska náttúru á nýju ári? Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar kafar í málin.
- Kaffi og spjall.
- Er hægt að stöðva vonda veiru? Sigurður Sigurðarson dýralæknir segir frá störfum og rannsóknum Margrétar Guðnadóttur prófessors.
- Og söngur eins og ævinlega – Páll Eyjólfsson, Sigurður Alfonsson og Lena Rist leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna, Gunnar Guttormsson gefur tóninn.