PO
EN

Stefnumótun VGR

Deildu 

Vilt þú hafa áhrif á hvert Reykjavík stefnir eftir næstu kosningar? Ertu með góðar hugmyndir um hvernig borgin okkar eigi að vera og langar að koma þeim til leiðar? Eða finnst þér bara gaman að drekka kaffi og spjalla um félagshyggju og umhverfisvernd? Núna er tækifærið!

Á aðalfundi Vinstri grænna í Reykjavík í september var samþykkt að hefja vinnu við gerð sjálfstæðrar stefnu félagsins í málefnum Reykjavíkurborgar á grunni stefnu og gilda VG og með þátttöku félaga, sérfræðinga og annarra hlutaðeigandi. Stjórn boðar nú til fyrsta félagsfundar vetrarins til að koma þeirri vinnu af stað og verður hann haldinn fimmtudaginn 16. október nk. kl. 20:00 í salnum Gullfossi B á Fosshóteli í Þórunnartúni 1. Við ætlum að fara yfir helstu málaflokka, brýnustu málefni og skipuleggja stefnumótunarstarfið framundan og bjóðum upp á kaffi, te og spjall fyrir gesti og gangandi. Við hvetjum alla félaga og önnur áhugasöm um vinstri græn stjórnmál til að koma í kaffi og leggja til sínar skoðanir á hvernig við gerum borgina okkar grænni, mannvænni og ennþá betri. Komdu og vertu með!

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search