Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti rétt í þessu að mála varanlegan regnboga á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Sýnileg réttindabarátta hinsegin fólks er mikilvæg til að vinna gegn áratuga fordómum og útilokun.
Líf Magneudóttir : „Í senn er þetta falleg og skemmtileg tillaga en hún er líka grjóthörð samstaða með fjölbreytileika mannlífsins og baráttu hinsegin fólks því þannig er Reykjavík. Hún er borg fyrir okkur öll. Hún er hinsegin borg.“
Nýleg dæmi sýna því miður að hinsegin fólk verður ennþá fyrir fordómum og ofbeldi og hatursglæpum hér á landi.
Reykjavík er hinseginvæn borg og aðili að alþjóðlegu netverki Regnbogaborga (e. rainbow cities network) en þær borgir vinna markvisst að því að gera alla þjónustu borgarinnar aðgengilega og gera ráð fyrir öllum litum regnbogans í borgarsamfélaginu.
Fögnum fjölbreytileikanum. Til hamingju Reykjavik!