PO
EN

Rósa Björk um skýrslu utanríkismálaráðherra

Deildu 

Alþingi ræddi skýrslu utanríkismálaráðherra í fyrradag. Hún er eitt mikilvægasta plagg hverrar ríkisstjórnar á hverju þingi þegar kemur að stefnumörkun og áherslum í utanríkismálum.

Rósa Björk ræddi um mannréttindi og mikilvægi að halda þeim á lofti í hvívetna á alþjóðavísu. Varðandi jafnréttismálin talaði hún m.a. um hver áhrif Klaustursmálsins hafi orðið á áherslur okkar á utanríkisstefnuna.

Einnig um sjálfbærni og loftlagsmálin í utanríkisstefnu Íslands, þar sem ekki er hægt að tala um mestu ógn sem steðjar að okkur sem tækifæri eða möguleika. Síðast en ekki síst,er eitt af mikilvægustu verkefnum okkar á alþjóðavettvangi að uppræta ójöfnuð með öllum hætti til að koma í veg fyrir átök og að koma á fót róttækum breytingum á því hvernig við útdeilum gæðum okkar á milli.

Alla ræðuna má finna hér!

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search