PO
EN

Ályktun um fólk á flótta

Deildu 

Ályktun um málefni flóttamanna og hælisleitenda.

Stjórn VGR telur síðustu breytingu á reglugerð um útlendinga nr. 540/2017 spor í rétta átt, en þar eru rýmkaðar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar. Stjórnin telur jafnframt að nauðsynlegt sé að taka Lög um útlendinga nr. 80/2016 til endurskoðunar og bæta með því öryggi og aðstæður þeirra sem sækja um vernd á Íslandi og þá sérstaklega barna. Stjórn VGR skorar á þingmenn og ráðherra VG að beita sér af alefli í þessu máli. Útlendingalög á íslandi eiga að byggja á mannúð og siðferðilegri ábyrgð.

Steinar Harðarson er formaður Vinstri grænna í Reykjavík.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search