PO
EN

Heimsmarkmið kynnt

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í í síðustu viku. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní sl. 

Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu áskoranir og árangur í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi, með sérstakri áherslu á loftslagsmálin en aðgerðir ríkja í loftslagsmálum munu hafa áhrif á framgang allra heimsmarkmiðanna. Hún sagði loftslagsbreytingar hafa áhrif á landið okkar, vistkerfi, hagkerfið og samfélagið allt. Brýnt væri að innleiða sjálfbærnihugsun í alla opinbera stefnumótun.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: 

„Til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þurfum við að leiðrétta ójafnvægi milli kynslóða og það efnahagslega ójafnrétti sem innbyggt er í vandann. Við þurfum á félagslegu réttlæti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld, nærsamfélög, atvinnulífið, félagasamtök, menntakerfið og almenningur þurfa öll að vinna saman. Og við þurfum á alþjóða samvinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr.”

Árlegur fundur Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (High Level Political Forum, HLPF) stóð í New York dagana 9.–18. júlí. Meginþema fundarins er: Empowering people and ensuring inclusiveness and equality. Áherslumarkmiðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hagvöxtur (SDG), aukinn jöfnuður (SDG 10), aðgerðir í loftslagsmálum (SDG 13), friður og réttlæti (SDG 16) og samvinna um markmiðin (SDG 17), það síðastnefnda er til umfjöllunar á hverju ári. 

Í tengslum við ráðherrafundinn tók forsætisráðherra þátt í þremur mismunandi hliðarviðburðum sem Ísland stóð að í samvinnu við; Norrænu ráðherranefndina; Malaví; og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) og Rúmeníu.

Kynning um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search