Í tilefni ráðstefnu um málefni tengd metoo, höldum við skál.
Ráðstefnugestir og flokksfélagar hjartanlega velkomin!
„Haustið 2019 verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst og konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Af þessu tilefni verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu 17.–19. september nk. í Reykjavík um áhrif #MeToo-hreyfingarinnar. Ráðstefnan er liður í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og er skipulögð í samvinnu við RIKK – rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.“