Ingibjörg Þórðardóttir tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.
Þá munu Orri Páll Jóhannsson og Álfheiður Ingadóttir taka sæti næstkomandi mánudag í fjarveru Kolbeins Óttarssonar Proppé og Steinunnar Þóru Árnadóttur sem verða á fundi á vegum Norðurlandaráðs.
Öll hafa þau áður tekið sæti á þingi og var Álfheiður þingmaður um árabil og jafnframt ráðherra 2009-2010.