PO
EN

Kolbeinn Óttarsson Proppé, vill breyta varnarmálalögum

Deildu 

Fréttablaðið fjallaði um tillögu Kolbeins Óttarssonar Proppé um breytingu á varnarmálalögum þess efnis að Alþingi þurfi að taka ákvörðun um uppbyggingu á mannvirkjum tengdum erlendu herliði. Þetta er eitt af forgangsmálum þingflokks Vinstri grænna í vetur og þingflokkurinn er allur á málinu, utan ráðherra og forseta Alþingis.

„ Ég hyggst einnig leggja fram tillögu um bókun við varnarsamninginn sem snýr að veru herlðis á landinu. Með þessu gefst þingmönnum hverjum og einum færi á að sýna skoðun sína í verki á þessum málum og umræða um þau eykst, sem við hljótum öll að vilja. Sjálfur vil ég enga uppbyggingu og engan her, en hver sem skoðun fólks er þá hljótum við öll að fagna því að Alþingi komi meira að ákvörðunum. “ Segir Kolbeinn á facebook síðu sinni.

Fréttin í Fréttablaðinu.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search