PO
EN

Ráðherra kynnir heilbrigðisstefnu í Reykjavík

Deildu 

Kynning heilbrigðisstefnu í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins, 4. september kl. 17 – 19

Heilbrigðisráðherra boðar til fundar í samvinnu við forstjóra Landspítalans og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að kynna heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins. Á fundinum verða pallborðsumræður þar sem erindi halda heilbrigðisráðherra, forstjóri Landspítalans, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, landlæknir og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Síðan verða pallborðsumræður þar sem auk frummælenda taka þátt Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.  Nánari upplýsingar um fundinn ásamt dagskrá:https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/28/Heilbrigdisstefnan-kynnt-a-opnum-fundi-i-Reykjavik-4.-september-kl.-17-19/

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search