PO
EN

Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða

Deildu 

Mikil vakn­ing hefur orðið í lofts­lags­mál­um. Loks­ins! Það er ekki síst fyrir til­stilli ungs fólks sem kallar eftir aðgerðum og minnir okkur öll á verk­efnið fram undan og alvar­leika þess. Það er frá­bært að vera í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu á tímum sem þessum og taka þátt í að koma í verk því sem ég hafði sjálfur lengi kallað eft­ir. Stjórn­völd hafa nú tekið lofts­lags­málin föstum tökum og unnið er að marg­vís­legum aðgerðum vítt og breitt um stjórn­kerf­ið. En hvað erum við þá að ger­a? 

Í fyrsta lagi hefur báðum meg­in­þáttum aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum verið hrint í fram­kvæmd:AUGLÝSING

  • Áætlun til fjög­urra ára um viða­mikla kolefn­is­bind­ingu var kynnt í sum­ar. Ráð­ist verður í fjöl­breytt verk­efni um allt land til að binda kolefni úr and­rúms­lofti og end­ur­heimta vot­lendi. Auk ávinn­ings fyrir lofts­lagið stuðla aðgerð­irnar að því að efla líf­ríki og end­ur­heimta jarð­vegs- og gróð­ur­auð­lindir á Íslandi. Aðgerðir eru þegar hafnar og sam­kvæmt áætlun til fjög­urra ára er gert ráð fyrir að árlegt umfang land­græðslu og skóg­ræktar tvö­fald­ist og end­ur­heimt vot­lendis tífald­ist.
  • Umfangs­mikil skref varð­andi orku­skipti í sam­göngum á Íslandi voru kynnt í júní – hrað­hleðslu­stöðvum verður fjölgað veru­lega og blásið til átaks með ferða­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­skiptum hjá bíla­leigum og hafa áhrif á eft­ir­markað með raf­bíla hér á landi. Fjár­fest­ing­arnar sem fást með fyrstu styrkaug­lýs­ing­unum gætu numið allt að einum millj­arði króna. Aug­lýst var í sumar eftir fjár­fest­inga­styrkjum vegna þess­ara verk­efna og margir sóttu um.

Í öðru lagi hafa stjórn­völd komið á form­legu sam­starfi við atvinnu­líf­ið, enda áríð­andi að fyr­ir­tækin í land­inu taki virkan þátt í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni:

  • Stofn­aður hefur verið sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og atvinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir, þar sem m.a. verður unnið að aðgerðum í sam­ræmi við mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi Íslands árið 2040.
  • Stjórn­völd hafa fengið öll stór­iðju­fyr­ir­tæki á Íslandi og Orku­veitu Reykja­víkur til að þróa og rann­saka hvort og hvernig megi draga úr losun frá verk­smiðjum stór­iðju­fyr­ir­tækja með nið­ur­dæl­ingu CO2 í berg­lög. Einnig munu fyr­ir­tækin hvert um sig leita leiða til að verða kolefn­is­hlut­laus.  

Í þriðja lagi hefur marg­vís­legum aðgerðum verið hrint í fram­kvæmd, sem spanna allt milli him­ins og jarð­ar. Nokkrar þeirra eru þess­ar:

  • Lögð hefur verið sú skylda á Stjórn­ar­ráð Íslands, stofn­anir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eigu rík­is­ins, auk sveit­ar­fé­laga um allt land, að setja sér lofts­lags­stefnu og mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.
  • Fest hefur verið í lög að unnar skuli vís­inda­skýrslur um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag á Íslandi sem m.a. skulu taka mið af skýrslum IPCC.
  • Lofts­lags­ráð hefur verið lög­fest og vinnur nú m.a. til­lögur um gerð aðlög­un­ar­á­ætl­unar vegna lofts­lags­breyt­inga hér á landi.
  • Með urð­un­ar­skatti sem nú hefur verið mælt fyrir á Alþingi er hvatt til end­ur­vinnslu og hún gerð sam­keppn­is­hæf­ari. Urðun minnkar og þar með drögum við úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá urð­uðum úrgangi.
  • Með öðrum grænum skatti, á svokölluð F-gös (kæli­m­iðla), sem einnig hefur verið mælt fyrir á Alþingi, er útfösun þeirra hraðað hér á landi. Aðrar lausnir en F-gösin eru til sem ekki hafa slæm áhrif á lofts­lag­ið. 
  • Mælt hefur verið fyrir laga­breyt­ingu þar sem heim­ilt verður að veita 100% end­ur­greiðslu á VSK vegna kaupa á hleðslu­stöðvum fyrir íbúð­ar­hús­næði, auk þess sem allur virð­is­auka­skattur á vinnu við upp­setn­ingu þeirra verður felldur nið­ur.
  • Mælt hefur verið fyrir laga­breyt­ingu sem felur í sér að útleiga vist­vænna bíla­leigu­bíla verði und­an­þegin virð­is­auka­skatti en það ætti að öllu óbreyttu að leiða til þess að leigu­verð slíkra bíla myndi lækka um 19%.
  • Fyrsta heild­ar­stefna rík­is­ins um almenn­ings­sam­göngur fyrir allt landið hefur verið kynnt og sam­þykkt að veita 800 millj­ónum króna í und­ir­bún­ing Borg­ar­línu. Viða­mikið sam­komu­lag ríkis og sveit­ar­fé­laga sem miðar að því að fjölga val­kostum í ferða­mátum verður auk þess kynnt á næstu dög­um. 
  • Lofts­lags­stefna Stjórn­ar­ráðs­ins hefur tekið gildi og er ætlað að hafa marg­feld­is­á­hrif út í sam­fé­lag­ið, m.a. með kröfum til bíla­leiga og leigu­bíla um vist­hæfar bif­reið­ar, auk þess sem los­un­ar­tölur úr flug­ferðum verða tengdar við mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.  
  • Með reglu­gerðum sem settar hafa verið er skylt að gera ráð fyrir hleðslu raf­bíla við allt nýbyggt hús­næði á land­inu.
  • Kolefn­is­gjald hefur verið hækkað í áföngum síðan rík­is­stjórnin tók við, í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mál­ann og aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.
  • Unnið er að sér­stökum við­auka við lands­skipu­lags­stefnu Íslands þar sem lofts­lags­málum verður fléttað inn í skipu­lag – enda eru skipu­lags­mál stórt lofts­lags­mál. 
  • Stofnun Lofts­lags­sjóðs til að styrkja nýsköpun og fræðslu í lofts­lags­málum er á loka­metr­unum í sam­vinnu við Rannís.
  • Unnið er að verk­efnum sem ætlað er að draga úr mat­ar­sóun.
  • Með reglu­gerð­ar­breyt­ingu sem hefur verið kynnt verður notkun svartolíu úti­lokuð í íslenskri land­helgi nema til komi hreinsun á henn­i. 

Í fjórða lagi hefur fjár­magn til rann­sókna, vökt­unar og fræðslu verið stór­auk­ið:

  • Vís­inda- og tækni­ráð hefur sam­þykkt að 150 millj­ónir króna fari í rann­sóknir á lofts­lags­breyt­ingum næst þegar aug­lýst verður eftir umsóknum um styrki í mark­á­ætl­un.
  • Efldar rann­sóknir og vöktun á kolefn­is­bind­ingu eru hluti af kolefn­is­bind­ing­ar­á­ætlun stjórn­valda til næstu fjög­urra ára. 
  • Aukið verður við vöktun vegna lofts­lags­breyt­inga frá og með árinu í ár, m.a. vegna súrn­unar sjáv­ar.
  • Gerður hefur verið samn­ingur um viða­mikla umhverf­is­fræðslu í skólum með áherslu á lofts­lags­breyt­ing­ar.
  • List­inn hér að ofan er ekki tæm­andi og end­ur­skoðun aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum stendur nú yfir. Með núver­andi stjórn­völdum hefur lofts­lags­mál­unum loks verið lyft á þann stall þar sem þau eiga heima. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search