PO
EN

Forsætisráðherra skipar starfshópa á grunni laga um kynrænt sjálfræði

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað tvo starfshópa á grunni laga um kynrænt sjálfræði. Hóparnir eru skipaðir í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögunum og munu fjalla um tiltekin viðfangsefni og skila tillögum sínum innan árs.

Annar starfshópurinn mun fjalla um málefni barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, þar á meðal um heilbrigðisþjónustu við þau, og gera tillögur um úrbætur. Jafnframt skal hópurinn semja frumvarp til laga um breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, sem feli í sér að bætt verði við lögin ákvæði sem fjallar um breytingar á kyneinkennum barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.

Starfshópinn skipa:

Lára Björnsdóttir, formaður
Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur með sérþekkingu á réttindamálum barna
Kári Hólmar Ragnarsson, lögfræðingur með sérþekkingu á mannréttindum
Kitty Anderson, tilnefnd af Intersex Ísland
Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir
María Helga Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökunum ´78
Páll Rafnar Þorsteinsson, siðfræðingur
Ragnar Bjarnason, barnainnkirtlalæknir
Sigríður Snorradóttir, barnasálfræðingur
Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur

Hinn starfshópurinn mun fjalla um og gera tillögur um breytingar á öðrum lögum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi trans fólks og intersex fólks, þar á meðal barnalögum, nr. 76/2003, og lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996, svo og reglum um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna aðgerða sem tengjast kynleiðréttingu. Enn fremur er starfshópnum, m.a. í samvinnu við Barnaverndarstofu, umboðsmann barna og hagsmunasamtök hinsegin fólks, ætlað að endurskoða aldursviðmið til lækkunar vegna réttar til að breyta skráningu kyns.

Aðalmenn:
Aagot Vigdís Óskarsdóttir, formaður
Kristín Ninja Guðmundsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti
Linda Rós Alfreðsdóttir, tilnefnd af félagsmálaráðuneyti
Skúli Þór Gunnsteinsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Svanhildur Þorbjörnsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti

Þá hefur forsætisráðherra skipað nefnd á grundvelli 9. gr. laganna sem mun fjalla um ósk barns um breytingu á skráðu kyni sínu ef það nýtur ekki stuðnings forsjáraðila sinna, annars eða beggja, til að breyta opinberri skráningu kyns síns, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Skipunartími er frá 14. október 2019 til næstu fjögurra ára.

Nefndina skipa:

Aðalmenn:
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, tilnefnd af Sálfræðingafélagi Íslands
Elísabet Gísladóttir, tilnefnd af dómsmálaráðherra
Ragnar Bjarnason, tilnefndur af Embætti landlæknis

Varamenn:
Svanhildur Þorbjörnsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðherra
Soffía Guðrún Jónasdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search