PO
EN

Viðbrögð við kórónaveiru

Deildu 

Í lok árs 2019 bár­ust fregn­ir af al­var­leg­um lungna­sýk­ing­um í Wu­h­an-borg í Kína, þá af óþekkt­um or­sök­um. Í kjöl­farið var staðfest að um sýk­ing­ar af völd­um kór­óna­veiru­af­brigðis væri að ræða. Sýk­ing af völd­um veirunn­ar hef­ur nú þegar verið greind hjá um sex þúsund manns, einkum í Kína. Senni­lega er veir­an upp­run­in í dýr­um en hef­ur nú öðlast hæfi­leika til að sýkja menn og staðfest er að hún get­ur smit­ast manna á milli en óljóst er hversu smit­andi hún er. Ekk­ert smit hef­ur verið staðfest á Íslandi.

Kór­óna­veir­ur eru nokkuð al­geng or­sök kvefs og önd­un­ar­færa­sýk­inga al­mennt hjá mönn­um en þegar ný af­brigði ber­ast úr dýr­um í menn er þekkt að kór­óna­veiru­sýk­ing­ar geta verið al­var­leg­ar. Flest til­fell­in utan Kína hafa komið upp í Asíu en Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) og Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) hafa hvatt sótt­varna­yf­ir­völd um heim all­an til að gera ráðstaf­an­ir til að geta brugðist fljótt við ef veik­in berst til fleiri landa. Sótt­varna­lækn­ir ger­ir ráð fyr­ir að veir­an muni ber­ast til Íslands og legg­ur áhersla á að mik­il­vægt sé að grípa til ráðstaf­ana til að hefta út­breiðslu henn­ar sem mest hér á landi. Viðbrögð yf­ir­valda hér á landi bein­ast, auk þess að hindra sem mest út­breiðslu veirunn­ar inn­an­lands, að því að tryggja heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir veika ein­stak­linga og viðhalda nauðsyn­legri starf­semi inn­an­lands.

Und­ir­bún­ing­ur á Íslandi er haf­inn, í sam­ræmi við viðbragðsáætlan­ir sótt­varna­lækn­is og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og aðrar fyr­ir­liggj­andi viðbragðsáætlan­ir, s.s. sótt­varn­ir fyr­ir alþjóðaflug­velli. Sam­ráðsfund­ir Sótt­varna­lækn­is eru haldn­ir dag­lega og Embætti land­lækn­is, smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­ala, Rauði kross­inn, heil­brigðis­stofn­an­ir, Heilsu­gæsla höfuðborg­ar­svæðis­ins og ferðaþjón­ustuaðilar eru meðal þeirra sem koma að vinn­unni hér­lend­is.

Aðgerðir sem nú þegar hef­ur verið gripið til er birt­ing og upp­færsla fræðslu­efn­is til al­menn­ings og heil­brigðis­starfs­manna á heimasíðu Embætt­is land­lækn­is. Leiðbein­ing­ar til al­menn­ings og ferðamanna um hvernig eigi að nálg­ast heil­brigðis­kerfið ef grun­ur vakn­ar um sýk­ingu af völd­um veirunn­ar hafa verið gefn­ar út og á alþjóðleg­um flug­völl­um lands­ins verður unnið sam­kvæmt sér­stök­um viðbragðsáætl­un­um. Heil­brigðis­stofn­an­ir hafa einnig verið hvatt­ar til að upp­færa sín­ar viðbragðsáætlan­ir.

Sótt­varn­ar­lækn­ir og Embætti land­lækn­is halda mér og ráðuneyti mínu upp­lýstu um gang mála dag­lega. Auðvitað von­um við að veir­an ber­ist ekki hingað til lands, en ef og þegar það ger­ist verðum við und­ir­bú­in.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search