PO
EN

Lýst hefur verið yfir neyðarástandi almannavarna

Deildu 

Lýst hefur verið yfir neyðarástandi almannavarna vegna COVID-19 á Íslandi.   Heilbrigðiskerfið okkar sinnir þeim sem eru veikir og annast sýnatökur, rannsóknir og leiðbeiningar fyrir fólk í sóttkví. Nú er mikilvægast af öllu að við gætum vel að því að fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum og halda ró okkar.

Gætum að almennu hreinlæti, handþvotti og sprittun og því að hnerra og hósta í olnbogabót eða einnota pappír. Höldum snertingu í lágmarki, handaböndum og faðmlögum. Með samstilltu átaki höfum við möguleika á því að halda útbreiðslunni niðri og koma í veg fyrir að fleiri veikist.  

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search