PO
EN

Endurskoðun almannavarna

Deildu 

Sum okkar muna, á árum Kalda stríðs­ins, Almanna­varnir rík­is­ins sem nefnd og svo stofnun er gekkst fyrir við­vör­un­arflautu­próf­unum tvisvar til þrisvar á ári og safn­aði til dæmis teppum og varn­ar­grím­um. Meg­in­fram­farir í skipu­lagi almanna­varna, sem tóku brátt að snú­ast fyrst og fremst um nátt­úru­vá, fólust í nýrri Sam­hæf­ing­ar­stöð í Reykja­vík 2003 og sér­lögum um almanna­varnir 2008. Umræður um skipu­rit og stjórnun leiddu til þess að stjórn­unará­byrgð lög­reglu við aðgerðir í hér­aði krist­all­að­ist í emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, í umboði dóms­mála­ráð­herra. Nú er unnt að meta reynsl­una af fram­kvæmd og gæðum lag­anna að rúmum ára­tug liðn­um. Umfang verk­efna hefur breyst og aukist, stefnu­mótun þarfn­ast end­ur­skoð­unar (sem hafin er nú þeg­ar) og nýjar áskor­anir aug­ljós­ar. Við end­ur­skoð­un­ina verður að hafa þétta sam­ráð við þá sem koma að almanna­vörnum á ölum stig­um.

Ég tel að sam­hæf­ing björg­un­ar- og hjálp­ar­starfa og stjórn­ar­hlut­verks lög­reglu í hér­aði hafi þró­ast langt í rétta átt, líkt og sam­starfið við sér­fræð­inga á mörgum svið­um. Engu að síður blasir við að mörgum verk­efnum er ábóta­vant, t.d. við­bragðs­á­ætl­un­um, áhættu­mati í hér­aði og sér­lega lands­á­hættu­mat­inu. Nefni efl­ingu við­bragðs­að­ila, þjálfun og menntun þeirra, hliðrun á hluta af ofkeyrðum björg­un­ar­sveitum úr sjálf­boða­mennsku yfir í launuð störf. Sums staðar hefur vantað almanna­varn­ar­nefndir sveit­ar­fé­laga og rann­sókn­ar­nefnd almanna­varna hefur loks­ins hafið störf fyrir atbeina rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Verk­efni almanna­varna er, til upp­rifj­un­ar, að fylgja stefnu stjórn­valda í almanna­varna- og örygg­is­mál­um. Þar rúm­ast eft­ir­lit með skipu­lagi almanna­varna á lands­vísu og að áhættu­mat sé unnið í öllum sveit­ar­fé­lög­um.  Dregið skal saman heild­ar­á­hættu­mat fyrir landið í heild og gert aðgengi­legt fyrir erlenda sam­starfs­að­ila. Vinna þarf að áhættu­varn­ar­að­gerðum en við­bragðs­á­ætl­unum þar sem áhætta er óásætt­an­leg. Við­brögð og aðgerðir eru sam­ræmdar við ham­far­ir.  Gott sam­starf þarf að vera á milli stofn­ana rík­is­ins undir sam­hæf­ing­ar­hatti almanna­varna. Almanna­varnir kalla fyr­ir­tæki í eigu rík­is, sveit­ar­fé­laga og í einka­eigu til sam­ráðs við gerð áhættu­mats og vinnu að við­bragðs­á­ætl­un­um. Til þess að tryggja fag­mennsku við gerð áhættu­mats og mót­væg­is­að­gerða er víð­ast hvar talið mik­il­vægt að stofnun eða skrif­stofa almanna­varna sé sjálf­stæð og óháð öðrum stofn­un­um.

Nátt­úrvá eykst aug­ljós­lega vegna veð­ur­fars­breyt­inga. Aðlögun að afleið­ingum þeirra jafnt og snör við­brögð þegar á bjátar snúa að hluta að almanna­varn­ar­kerf­inu. Stór­viðri, snjó­flóð, skriðu­föll, hrun í bröttum jöklum og sjáv­ar­flóð á land verða vænt­an­lega bæði öfl­ugri og algeng­ari en und­an­farna ára­tugi. Aukin hætta er á gróð­ur­eldum og Covid-19 veiran kennir okkur eitt og ann­að. Nefna má hætt­una af öfl­ugum eld­gos­um, eld­gosum nærri byggð og stórum jarð­skjálft­um, í öllum til­vikum miðað við end­ur­komu­tíma, sem vís­indin leggja okkur til. Aðeins dæmin Öræfa­jök­ull, Katla, Bárð­ar­bunga, Reykja­nesskagi og Tjör­nes­brota­beltið á Norð­aust­ur­landi eru til marks um það. Inn í stóra rammann tengj­ast svo meiri rann­sóknir á nátt­úru­vá, efld vökt­un, sem er nú að mörgu leyti til fyr­ir­mynd­ar, og minna verður á end­ur­skoðun og stofnun sjóða, bæði Ham­fara­sjóðs til fjár­mögn­unar verk­efna og Þjóð­ar­sjóðs til að eiga við stór­á­föll. 

Ég styð fast að unnið verði að end­ur­skoðun á almanna­vörnum lands­ins. Mark­miðið er að auka öryggi okkar með því að vinna að enn betri sam­hæf­ingu og meira fé til þátta sem efla skil­virkni, þekk­ingu, for­varnir og áætl­an­ir. Mik­il­vægt er að Almanna­varnir verði sjálf­stæð stofn­un, líkt og víð­ast hvar í N-Evr­ópu, undir fag­legri stjórn og með fram­kvæmda­stjóra og næga starfs­menn en við­bragðs­að­il­ar, allt frá lög­reglu, undir stjórn rík­is­lög­reglu­stjóra, og Land­helg­is­gæslu til heil­brigð­is­kerf­is­ins og björg­un­ar­sveita, virki sem sam­hæfð ein­ing. Létta þarf álagi á björg­un­ar­að­ila sem sinna ýmsum verk­efnum öðrum en með­al­stórum eða stórum aðgerð­um. Í þeim eru sjálf­boða­liðar áfram lyk­il­fólk (yfir 4.000 virkir með­lim­ir) og helstu ger­end­ur. Laun­aðir við­bragðs­að­ilar auð­ljós­lega geta sinnt ýmsum verk­efnum á vett­vangi, svo sem lok­unum vega, grunn­að­stoð í  ill­viðrum og aðkomu að sumum slysum en einnig ýmsum rekstrar­störfum sem björg­un­ar­sveit­ar­fólk sinnir nú í sjálf­boða­vinnu. Einnig er brýnt að haldið verði áfram að þróa og styrkja starfs­hætti og skipu­lag Sam­hæf­ing­ar­stöðv­ar­innar og starfs­stöðva og almanna­varn­ar­nefnda sveit­ar­fé­lag­anna. Loks verður að kanna vel, og meta gagn­semi þess, að færa almanna­varnir lands­ins undir for­sæt­is­ráðu­neytið til að tryggja virka sam­hæf­ingu við gerð áhættu­mats, stefnu­mótun og í við­bragðs­að­gerð­um, enda margar stofn­anir og ráðu­neyti undir hverju sinni og tengslin við Þjóðar­ör­ygg­is­ráðið styrk­ari en ella. Þetta er umdeild skoðun meðal stjórn­mála­manna en ég tel hana hæfa.

Ég fagna sér­stak­lega nýjum og viða­miklum áætl­unum rík­is­stjórn­ar­innar er varða við­bragðs­getu  og styrk orku­fyr­ir­tækja, síma- og net­fyr­ir­tækja og stofn­ana/­fyr­ir­tækja sem varða sam­göngur í land­inu og raunar margt fleira – og auð­vitað þeirri efl­ingu almanna­varna­kerf­is­ins sem þar er að finna. Við erum öll á sama báti frammi fyrir verk­efnum og sam­fé­lags­þjón­ustu Almanna­varna og verðum að tryggja sem besta getu okkar í þeim efn­um. Nú er lag.

Ari Trausti Guðmundsson, þing­maður Vinstri grænna.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search