PO
EN

Nýsköpunar sjóður námsmanna: Störf fyrir stúdenta í sumar.

Deildu 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra bendir á mikilvægi þess að skapa ný störf fyrir námsmenn í sumar, en fjárlaganefnd leggur til að 100 milljónir fari í Nýsköpunarsjóð námsmanna:

“ Stúdentar hafa undanfarið bent á þá erfiðu stöðu sem mun blasa við námsfólki í sumar þegar allt lítur út fyrir að fá sumarstörf verði í boði. Við þekkjum það flest hvað við reiðum okkur mikið á sumarvinnuna á þessu tímabili í lífinu og þess vegna tek ég undir með stúdentum um mikilvægi þess að bregðast við stöðunni.

Ég tel að það besta sem við getum gert sé að skapa ný störf fyrir stúdenta þar sem þau hafa tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu. Þess vegna skiptir tillaga fjárlaganefndar um að 100 milljónir fari í Nýsköpunarsjóð námsmanna til þess að búa til störf í sumar ótrúlega miklu máli. Sem menntamálaráðherra tók ég þátt í að stórefla sjóðinn á árunum eftir hrun og sú efling skilaði miklu. Ég hlakka bæði til að greiða atkvæði með tillögunni á eftir og sjá afrakstur þeirra verkefna sem stúdentar munu vinna í sumar.“

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search