PO
EN

Uppbyggingin verður að vera umhverfisvæn og skapandi

Rósa Björk

Deildu 

Nú þegar mesta smit­hættan vegna COVID-19 virð­ist loks vera að líða hjá og helsta heilsu­fars­hættan bless­un­ar­lega í rén­un, blasa við okkur ótrú­legar áskor­anir í efna­hags­líf­inu og í hag­kerf­inu. Eins og hvirf­il­bylur hafi farið um sam­fé­lag­ið, rykið sé að setj­ast og við séum loks að geta litið yfir og áttað okkur á skemmd­unum eftir ham­far­irn­ar. 

Og staðan er ekki beys­in. 

Tæp­lega 40 þús­und manns voru skráð á atvinnu­leys­is­skrá í lok mars, eða 9,2% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði að með­töldum þeim sem fá atvinnu­leys­is­bætur vegna skerts starfs­hlut­falls. Vinnu­mála­stofnun býst við að atvinnu­leysi fari upp í 16,9% í apr­íl, sem verður þá mesta skráða atvinnu­leysi á Íslandi, en það lækki svo í maí. Í fyrstu efna­hags­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn hóf­st, spáir AGS  3% sam­drætti í heims­hag­kerf­inu. Það yrði þá mesti sam­dráttur síðan í krepp­unni miklu á 3. og 4. ára­tug síð­ustu ald­ar. Til sam­an­burðar þá dróst heims­hag­vöxt­ur­inn saman um 0,1% í fjár­málakrepp­unni 2009. En Ísland mun koma enn verr út; AGS spáir 7,2% sam­drætti hag­vaxtar hér á landi á þessu ári. 

Grunnatvinnu­grein Íslend­inga síð­ast­liðin ár, ferða­þjón­ust­an, er nán­ast eins og sviðin jörð. Því miður blasir við nán­ast algert hrun í grein­inni. Grein sem hefur skapað mestan gjald­eyri af öllum atvinnu­greinum á Íslandi und­an­farin ár, að ótöldum öllum stör­f­unum fyrir þús­undir manna um allt land, grein sem kom okkur á fæt­urna eftir Hrunið fyrir ára­tug. Auð­vitað var sá vöxtur ekki án vaxt­ar­verkja og ágangs á nátt­úru en nauð­syn­legur til að koma okkur úr Hrun­in­u. 

Í öllum efna­hags­að­gerða björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar er afar mik­il­vægt að rík­is­valdið stígi inn í upp­bygg­ing­una eins og það hefur gert, stuðli að end­ur­reisn­inni með öllum ráðum en gefi líka skýran tón í hvaða átt við sem sam­fé­lag eigum að fara. Það er vel skilj­an­legt að togað sé úr öllum áttum til að mætt sé þeim gríð­ar­lega miklu áskor­unum sem við okkur blasa. En þá reynir á stað­festu, ein­beit­ingu og fram­sýni. Og það skiptir ótrú­lega miklu máli við þessar dæma­lausu aðstæður að við dettum ekki af leið fram­sýnna, umhverf­is­vænna lausna við þá upp­bygg­ingu, að við höldum fast í skuld­bind­ingar okkar við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, að við finnum efna­hags­legan far­veg fyrir sjálf­bæra og græna atvinnu­upp­bygg­ingu. Þess vegna var ótrú­lega mik­il­vægt þegar Alþingi sam­þykkti nú í lok mars sér­stakt fjár­fest­inga­á­tak fyrir árið 2020, þar sem m.a. tveimur millj­örðum verður varið í ýmiss konar opin­bera fjár­fest­ingu auka­lega til verk­efna á ábyrgð­ar­sviði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. En við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Margir gagn­rýndu fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar fyrir að ekki væri gert ráð fyrir aðgerðum fyrir kvenna­stétt­ir. Það má ekki ger­ast nú, við megum ekki detta í stór­karla­legar lausnir sem gang­ast meira öðru kyn­inu, heldur byggja upp með því að styrkja atvinnu­greinar sem bæði konur og karlar eru þátt­tak­endur í. AUGLÝSING

Stuðningur rík­is­ins verður að vera skýr og styðja verður mark­visst við grænar fjár­fest­ing­ar, græna upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar, umhverf­is­vænar lausnir bæði í mat­væla­fram­leiðslu, tækninýj­ungum og fleiri grein­um,  áfram­hald­andi aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum verða að vera hluti af efna­hags­upp­bygg­ing­unni og styrkja verður við hug­vit í orku­geir­anum og græna nýsköp­un. Styðja verður líka áfram að miklum móð við menn­ingu, sköpun og list­ir. Sýnin verður að vera skýr. 

Áhersla á grænar fjár­fest­ingar við end­ur­reisn Evr­ópu

Við sjáum að þrýst­ingur á grænar lausnir við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins í lönd­unum í kringum okkur er mjög skýr og sterk­ur. Fjöl­mennur evr­ópskur hópur kjör­inna full­trúa, for­stjóra stórra evr­ópska fyr­ir­tækja og leið­togar verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu hafa kallað eftir því að ein­blínt sé á grænar fjár­fest­ingar til að hefja aftur efna­hags­legan vöxt í álf­unni. Þessi hópur sam­anstendur meðal ann­ars af 10 ráð­herrum Evr­ópu­ríkja, um 80 kjörnum full­trúum og for­stjóra L’Or­eal (OR­EP.PA), for­stjóra IKEA og for­stjóra Danone (DA­NO.PA). Í yfir­lýs­ingu hóps­ins er lögð þung áhersla á að efla líf­fræði­lega fjöl­breytni til að end­ur­reisa hag­kerfið og sporna við sam­drætt­inum sem vofir yfir Evr­ópu. Skila­boðin eru skýr; til að end­ur­reisa sterkara hag­kerfi í kjöl­far COVID-19, þarf að halda áfram að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Það muni byggja upp þrautseig­ari sam­fé­lög. 

Til við­bótar við þetta mik­il­væga ákall 180 áhrifa­fólks í stjórn­málum og við­skiptum í Evr­ópu um að grænar lausnir verði hafðar að leið­ar­ljósi við efna­hags­upp­bygg­ingu Evr­ópu, hafa 10 ESB-­ríki ásamt Þýska­landi, Frakk­landi og Grikk­landi, und­ir­ritað opið bréf þar sem ESB er hvatt til að tryggja að björg­un­ar­pakki hans í efna­hags­málum styðji við Græna Pakka ESB (e.Green Deal) 

Þetta eru gríð­ar­lega mik­il­væg skila­boð nú þegar Evr­ópu­sam­bandið stefnir hratt í sam­drátt­ar­skeið í sögu sam­bands­ins og deildur hafa verið upp um hvernig eigi að fjár­magna efna­hags­batann. Og það skiptir líka miklu máli fyrir Ísland að Evr­ópa haldi áfram á braut sjálf­bærni og líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika við efna­hags­lega upp­bygg­ingu, þar sem um er að ræða eitt helsta við­skipta­svæði okk­ar. 

En það eru líka lönd innan ESB sem vilja aflétta loft­lags­stefnu sam­bands­ins við end­ur­reisn­ina eins og Pól­land og Tékk­land. Það eru öflug og sterk öfl sem vilja nýta tæki­færið til að snúa af braut umhverf­is­vænna og sjálf­bærra lausna í efna­hags­kerf­in­u. 

Tæki­fær­in 

Það er mik­il­vægt á tímum sem þessum að reyna að horfa á það sem gæti talist vera tæki­færi eða bjart­ari tíð á svörtum tím­um. Það má halda því til haga að AGS spáir því að efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins verði tíma­bundin og að þau muni fjara út á seinni árs­helm­ingi þessa árs og að á næsta ári muni sam­drátt­ur­inn snú­ast upp í nokkuð kröft­ugan 5,8% hag­vöxt. Það er hug­hreystandi sýn. Áhersla er samt lögð á að óvissa sé í þeirri spá og því sé enn mik­il­væg­ari en nokkru sinni að efna­hags­að­gerðir stjórn­valda verði skil­virkar til þess að draga úr líkum á meiri sam­drætti. Við­snún­ingur í ferða­þjón­ust­unni verður líka að verða ein­hver, þó við verðum að vera raun­sæ. En íslensk ferða­þjón­usta hefur staðið af sér áföll áður og íslensk ferða­þjón­usta hefur sýnt að hún hefur get­una til að styrkja sig á erf­iðum tímum og hafa þannig keðju­verk­andi áhrif á aðra greinar atvinnu­lífs­ins. 

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þing­mað­ur­ Vinstri grænna.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search