PO
EN

Jódís Skúladóttir

Allsherjar- og menntamálanefnd, fjárlaganefnd og forsætisnefnd.

Fædd í Reykjavík 6. nóvember 1977. Foreldrar: Skúli Magnússon (fæddur 6. október 1944, dáinn 8. maí 2003) húsasmiður og skipasmiður og Jórunn Anna Einarsdóttir (fædd 29. desember 1951) bankastarfsmaður. Maki: Guðrún Lilja Magnúsdóttir (fædd 28. júní 1980) forstöðumaður. Þær skildu. Foreldrar: Magnús Þórðarson og Erna Valgeirsdóttir. Börn Jódísar og Guðrúnar Lilju: Magnús Bjartur (2007), Eldey Arna (2011), Ásgrímur Ari (2016). Sonur Jódísar og Einars Þórs Einarssonar: Alex Skúli (1992).

Stúdent ME 2001. BS-próf í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2011. ML-próf í lögfræði HR 2013.

Almenn verkamannastörf 2001–2008. Lögfræðingur loftslagsmála hjá Umhverfisstofnun 2013–2014. Verkefnastjóri og persónuverndarfulltrúi hjá Austurbrú ses. 2018–2021.

Oddviti VG í sveitarstjórn Múlaþings 2020–2021, formaður heimastjórnar Djúpavogs 2020–2021, aðalmaður í fjölskylduráði Múlaþings 2020–2021, áheyrnarfulltrúi í byggðaráði Múlaþings 2020–2021. Formaður Hinsegin Austurlands 2019–2021.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan nóvember 2021 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Launuð störf og tekjumyndandi starfsemi

 

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search