PO
EN

Aðgerðaráætlun gegn einelti og kynbundnu ofbeldi

Formáli

Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs árið 2011 var samþykkt að vinna aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi innan hreyfingarinnar. Ein af hugmyndafræðilegum stoðum VG er kvenfrelsi og viðurkenna félagar að aðgerðaráætlanir gegn kynbundnu ofbeldi eru nauðsynlegar í öllu félagsstarfi þar sem margir vi na náið saman. Að auki segir í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna frá 96/2000 að “Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagsstarfs skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, í stofnun, félagsstarfi eða í skólum.”

Þessari aðgerðaráætlun er ætlað að vekja umræðu, marka skýra stefnu í málaflokknum innan flokksins auk þess að vera hjálpargagn félaga þegar unnið er úr því sem upp kann að koma.

Kynbundið ofbeldi er ein birtingamynd eineltis en undir þann hatt getur flokkast áreiti, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Það er því einboðið að aðgerðaráætlunin feli einnig í sér stefnumótun gegn einelti svo og viðbrögð við því. Áætlunin er því í tveim hlutum, annars vegar einelti og hins vegar kynbundið ofbeldi.

Við vinnslu áætlunarinnar var ýmislegt haft til hliðsjónar; lög, áætlanir frá sveitarfélögum á Norðurlöndum, áætlanir sem til eru hér á landi, leiðbeiningar frá Vinnueftirlitinu og ráð fagfólks.


Aðgerðaráætlun Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gegn einelti og kynbundnu ofbeldi

Stefna

Öllum einstaklingum sem starfa innan vébanda Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skal tryggt öruggt umhverfi og virðing. Í því felst að þurfa ekki að þola einelti eða annars konar ofbeldi.

Skilgreining á einelti og kynbundnu ofbeldi

Einelti er ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Það er ávallt huglægt mat þolanda sem er mælikvarði á hvar mörkin í samskiptum liggja.

Kynbundið ofbeldi er áreiti og ofbeldi á grundvelli misjafnrar valdastöðu þess sem beitir því og þess sem verður fyrir því og leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þolenda. Einnig teljast hótanir um slíkt ofbeldi, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis á grundvelli kynferðis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi, til kynbundins ofbeldis.

EINELTI

Hvernig einelti getur birst

Einelti er niðurlægjandi og særandi. Það getur bæði falist í því sem gert er og því sem látið er
ógert. Einelti getur tekið á sig ýmsar myndir t.d:
• Að starf, hæfni og verk þolandans eru lítilsvirt.
• Að draga að ástæðulausu úr ábyrgð og verkefnum.
• Að gefa ekki nauðsynlegar upplýsingar.
• Særandi athugasemdir.
• Rógur eða útilokun frá félagslegum samskiptum.
• Árásir á þolandann eða gagnrýni á einkalíf hans.
• Að skamma þolandann eða gera hann að athlægi.
• Líkamlegar árásir eða hótanir um slíkt.
• Fjandskapur eða þögn þegar spurt er eða fitjað upp á samtali.
• Móðgandi símtöl.
• Lítilsvirðandi texti í tölvupósti eða öðrum skriflegum sendingum.
• Óþægileg stríðni.
• Niðurlæging eða auðmýking, t.d. vegna aldurs, kynferðis eða þjóðernis.
• Þöggun

Ef þú verður fyrir einelti

• Segðu einhverjum sem þú treystir frá reynslunni.
• Skráðu niður atburðarrásina, tímasetningar, hugsanleg vitni, hvað var sagt og gert,
hvernig þú brást við og hver upplifun þín var.
• Hafðu samband við formanninn í þínu svæðisfélagi eða framkvæmdastýru flokksins
allt eftir því hvað þér finnst best og greindu frá því sem gerðist.
• Gerðu grein fyrir því hvernig þú óskar eftir því að brugðist verði við.

Ef þú verður vitni að einelti

• Ef þú treystir þér til; talaðu við gerandann eða gerendurna og láttu þá vita að þér
finnist hegðun hans/þeirra vera einelti.
• Segðu formanni svæðisfélagsins frá því eða framkvæmdastýru flokksins.

Formanni svæðisfélags og/eða framkvæmdastýru flokksins ber að

• Tala einslega og í trúnaði við þann sem hefur orðið fyrir einelti, viðkomandi þarf að
hafa fulla stjórn á því hvernig framhaldið verður.
• Meta stöðuna í samráði við þolandann, hversu alvarlegt er eineltið, er ástæða til að
kalla til ráðgjafa úr hópi félaga sem viðkomandi treystir eða jafnvel fagaðila.
• Gera gerandanum/gerendunum grein fyrir því að um einelti sé að ræða og breyttrar
hegðunar sé krafist.
• Ef gerandi og þolandi sættast á það má kalla þau saman í ráðgjöf, helst með fagaðila
og ákvarða hvernig samskiptum verður háttað í framhaldinu
• Til að koma í veg fyrir slúður og slæman móral ber að bjóða upp á samtal við félaga
sem eru í návígi við geranda og þolanda og setja þau inn í málin. Eins og aðrar aðgerðir ber að
gera þetta í samráði við þolanda.

KYNBUNDIÐ OFBELDI

Hvernig birtist kynbundið ofbeldi:

Kynbundið ofbeldi getur birst sem óvelkomið áreiti, andlegt ofbeldi eða hreinlega líkamlegt
ofbeldi. Upplifun þess sem fyrir ofbeldi verður getur verið mjög misjöfn og er hún
mælikvarðinn á alvarleika ofbeldisins.


Kynbundið ofbeldi einkennist oft af misnotkun á valdi eða stöðu, andlegri kúgun og að
sjálfsvirðingu sé misboðið, framkomu sem ætlað er að knýja einstaklinga til undirgefni og
gera lítið úr þeim, endurtekinni áreitni og niðurlægingu fyrir þann sem fyrir áreitninni verður
og hefur neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu hans.

Kynbundin áreitni og/eða ofbeldi getur falist í eftirfarandi:

• Dónalegum bröndurum og kynferðislegum athugasemdum í máli, myndum eða
skriflegum athugasemdum.
• Óviðeigandi spurningum um kynferðisleg málefni.
• Snertingu sem ekki er óskað eftir.
• Endurteknum beiðnum um kynferðislegt samband sem mæta áhugaleysi eða er
hafnað.
• Hótun um nauðgun
• Nauðgun

Ef þú verður fyrir áreiti eða ofbeldi

• Mótmæltu og gefðu skýr skilaboð um að hegðunin sé óæskileg
• Ef þú átt erfitt með að mótmæla hegðuninni munnlega þá má skrifa bréf. Skráðu niður
hvað gerðist og hver upplifun þín var.
• Segðu einhverjum sem þú treystir frá reynslunni.
• Skráðu niður atburðarrásina, tímasetningar, hugsanleg vitni, hvað var sagt og gert,
hvernig þú brást við og hver upplifun þín var.
• Ræddu málið við fólk sem þú treystir, það er líklegt að fleiri hafi sömu reynslu.
• Hafðu samband við formanninn í þínu svæðisfélagi eða framkvæmdastýru flokksins
allt eftir því hvað þér finnst best og greindu frá því sem gerðist.

Formanni svæðisfélags og/eða framkvæmdastýru flokksins ber að

• Tala einslega og í trúnaði við þann sem hefur orðið fyrir áreiti eða ofbeldi, viðkomandi
þarf að hafa fulla stjórn á því hvernig framhaldið verður.
• Afla gagna sem hugsanlega eru til staðar, smáskilaboð, tölvupóstar og vitnisburður
annarra.
• Meta stöðuna í samráði við þolandann, hversu alvarlegt var atvikið og er ástæða til að
kalla til ráðgjafa úr hópi félaga sem viðkomandi treystir eða jafnvel fagaðila.
• Tala við gerandann og fá hans útgáfu af því sem gerðist.
• Ef gerandi og þolandi sættast á það má kalla þau saman í ráðgjöf, helst með fagaðila
og ákvarða hvernig samskiptum verður háttað í framhaldinu
• Til að koma í veg fyrir slúður og slæman móral ber að bjóða upp á samtal við félaga
sem eru í návígi við geranda og þolanda og setja þau inn í málin. Eins og aðrar aðgerðir ber að
gera þetta í samráði við þolanda.
• Ef um alvarlegt ofbeldi er að ræða ber að styðja þolandann í að leggja fram kæru.

Niðurstöður hópastarfs

 Kostnaður: Flokkurinn tekur á sig kostnað vegna samstarfs við fagaðila.
 Ekki er litið á þessi mál sem innanflokksmál sem á að leysa í pukri innan flokksins,
virðing fyrir fagaðilum og aðkomu þeirra, lögbrot meðhöndlast af þartilbærum
yfirvöldum.
 Rætt um hvort fyrirkomulag trúnaðarmanns gæti hentað, niðurstaða hópsins að um sé
að ræða of litlar einingar (sbr. Svæðisfélög).
 Rætt um aðgerðir aktívista- og anarkistahreyfingarinnar til að bregðast við kynbundnu
ofbeldi innan sinna raða þar sem þolandi er alltaf við stýrið og á ekki að þurfa að hitta
gerandann á sameiginlegum vettvangi hugsjónarstarfi – safe space. Vinna sett í gang
til að leiða geranda fyrir sjónir hver upplifun þolanda er.
 Framkvæmdastýra „fasti punkturinn“ fyrir þolendur til að leita til. Mikilvægt að hafa
fagaðila með sér í ráðum. Hugmynd um viðbragðsráð félaga (fagfólk innan okkar raða)
sem framkvæmdastýra/formenn svæðisfélaga og þolendur geta leitað stuðnings til.
 Mikilvægt að áætlunin sé sýnileg og vel kynnt, það sé algerlega upp á borðinu að við
ætlum að taka á svona málum sem gætu komið upp innan okkar raða. Skapar
fælingamátt.
 Ferill máls: Kynnt hér sem niðurstaða í hópastarfi. Sent til félaga til athugasemda.
Lagt fyrir á stjórnarfundi þar sem umræðum og athugasemdum er miðlað. Stjórn
afgreiðir frá sér. Kynnt á landsfundi.
 Annað sem var rætt: Almennt félagsleg réttindi verkakvenna og hættuleg staða
fæðingarorlofsins eru umhugsunarefni. Einnig rætt um forvalsreglurnar, nauðsyn þess
að þær séu skýrar.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search