PO
EN

Aðalfundur VG í Kópavogi, sunnudag 24. janúar, klukkan 17.00

24. janúar
kl. 17:00

Aðalfundur svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi fer fram sunnudaginn 24. janúar kl. 17:00. Fundurinn verður á rafrænuformi og er hlekkur á fundinn hér að neðan og verður opnaður 16:55 á fundardegi. Fundargestir eru beðnir um að skrá sig inn á fundinn með fullu nafni til að einfalda öll fundarstörf.

Fundardagskrá

1. Kosning fundarstjóra og ritara

2. Hefðbundin aðalfundarstörf

3. Kosningar

4. Tilnefningar til landsfundarfulltrúa

5. Innlegg frá Ólafi Þór Gunnarssyni þingmanni

6. Önnur mál og almennar umræður

Stjórn VG í Kópavogi hvetur alla félaga til að mæta á fundinn og áhugasama til að bjóða sig fram í stjórn. Þeir sem óska eftir að verða landsfundarfulltrúar VG í Kópavogi á landsfundi dagana 19- 21. mars 2021 er hvattir til að mæta á fundinn eða hafa samband við stjórn fyrir fundinn.

Frekar upplýsingar er hægt að nálgast hjá Önnu Þorsteinsdóttir formanni svæðisfélagsins í síma 846-0139 eða með því að senda tölvupóst á vgkopavogur@gmail.com

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search