Rafrænn fundur með þeim átta frambjóðendum sem gefa kost á sér í fovali í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust. Fundurinn verður öllum opinn. Þetta er sá fyrsti af þremur.
Næsti fundur verður fimmtudaginn 25. mars og sá síðasti 8. apríl og verður hann aðeins fyrir flokksfélaga á kjörskrá og frambjóðendur. Allir fundirnir verða frá 20:00-21:30.
Síðasti séns til að skrá sig í hreyfinguna til að taka þátt í forvali er 31. mars.
Sjálft forvalið byrjar svo á miðnætti laugardaginn 10. apríl og því lýkur kl. 17, mánudaginn 12. apríl og úrslitin kynnt strax það kvöld.