PO
EN

Þau bjóða sig fram í forvali í Suðvesturkjördæmi

Deildu 

Framboðsfrestur Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi er runninn út. 

Þrjú stefna á oddvitasæti. 

 9 manns gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin í Suðvesturkjördæmi, í rafrænu forvali sem haldið verður 15. – 17. apríl 2021.  

 Þau 9 sem bjóða sig fram á lista VG í forvalinu eru: 

 Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. 4. – 5. sæti.

Einar Bergmundur Þorgerðar- og Bóasarson, hugbúnaðarsérfræðingur. 3. – 5. sæti. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og umhverfisfræðingur. 1. sæti.

Júlíus Andri Þórðarson, stuðningsfulltrúi og háskólanemi. 4. sæti.

Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. 2. sæti. 

Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður. 1. sæti.

Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður. 1. – 2. sæti.

Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, þjóðfræðinemi. 3. sæti. 

Þóra Elfa Björnsson, setjari og framhaldsskólakennari. 3. – 5. sæti.

Þrír kynningar og málefnafundir með frambjóðendum, fjarfundir á zoom.

Fundirnir eru opnir öllum og fundarstjóri verður Kristján Kristjánsson, fjölmiðlamaður. 

Hlekk á fundina verður hægt að nálgast á vg.is og samfélagsmiðlum. 

Fimmtudagur 8. apríl kl 20:00 

Mánudagur 12. apríl  kl 20:00 

Miðvikudagur 14. apríl  kl 20:00 

*******

Nánari upplýsingar veitir,

Ásbjörn Björgvinsson

formaður kjörstjórnar VG í Suðvesturkjördæmi

s. 8919820

sudvestur@vg.is

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.

Search